Dallas 0 - Houston 1 24. apríl 2005 00:01 Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.) NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.)
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira