Haukar í úrslit 21. apríl 2005 00:01 Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn." Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira
Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn