Haukar í úrslit 21. apríl 2005 00:01 Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn." Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira