Stjörnuhrap í Eyjum 17. apríl 2005 00:01 ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4. Íslenski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4.
Íslenski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira