Stjörnuhrap í Eyjum 17. apríl 2005 00:01 ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4. Íslenski handboltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. ÍBV tók völdin á vellinum og smám saman sigldi fram hjá Stjörnunni. Þegar fyrri hálfleikur var liðinn hafði ÍBV góð tök á leiknum og fjögurra marka forystu, 16-12. Stjarnan breytti um varnarleik í síðari hálfleik og freistaði þess að vinna upp forskot Eyjastúlkna. Garðbæingar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins en þá sagði ÍBV hingað og ekki lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Florentina Grecu borðaði alla bolta sem Stjarnan náði að kasta á markið en hún varði 29 skot í markinu og fór á kostum. ÍBV var því fljótlega komið með góða forystu og leikurinn var í raun búinn um miðjan síðari hálfleik. Grecu var sem áður segir stórkostleg í markinu og með hana í álíka formi gegn Haukum gætu Hafnfirðingar lent í vandræðum. Patsiou er ótrúlega seigur leikmaður og skotviss. Eva Björk dregur síðan vagninn í sókninni á mikilvægum augnablikum en vítamörk hennar og skynsemi skipa miklu máli. Svo má ekki gleyma línumanninum Darinku Stefanovic sem er verulega vanmetinn leikmaður, sterk í vörn, býr til fínar opnanir í sókninni og nýtir þar að auki færin sín vel. Ef hún skorar ekki fær hún oftar en ekki vítakast í staðinn. Stjarnan var heillum horfin að þessu sinni. Skyttur liðsins voru slakar og hægri vængurinn algjörlega lamaður. Varnarleikur liðsins var hörmulegur á köflum og markvarslan eftir því. Þær áttu ekki skilið að komast lengra að þessu sinni. - HBGÍBV-Stjarnan 32-24 (16-12)Mörk ÍBV (skot): Anastasia Patsiou 10 (16), Eva Björk Hlöðversdóttir 8/5 (13/6), Darinka Stefanovic 5 (6), Tanja Zukowska 4 (6), Alla Gokorian 4 (7/1), Ingibjörg Jónsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 5 (Alla 2, Stefanovic, Ingibjörg, Zukowska) Fiskuð víti: 7 (Stefanovic 5, Eva Björk, Alla). Varin skot: Florentina Grecu 29/1. Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 6/3 (13/4), Kristín Clausen 5/1 (8/2), Elisabeta Kowal 3 (4), Kristín Guðmundsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (4), Hind Hannesdóttir 2 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (6), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3). Hraðaupphlaup: 4 (Kristín Clausen 2, Kowal, Elísabet). Fiskuð víti: 6 (Ásdís Sig. 2, Kowal, Kristín Guðm., Hind, Anna Bryndís). Varin skot: Jelena Jovanovic 14/1, Helga Vala Jónsdóttir 4.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira