Kárahnjúkar með axlabönd og belti 14. apríl 2005 00:01 Formaður Vinstri - grænna sagði það hneyksli að Kárahnjúkavirkjun hefði verið troðið í gegnum Alþingi um leið og viðvaranir vísindamanna um misgengissprungur hefðu verið þaggaðar niður. Iðnaðarráðherra sagðist hins vegar í þingumræðum í dag þess fullviss að engin hætta væri á ferðum og sagði virkjunina með tvenn axlabönd og tvö belti. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, stóð fyrir utandagskrárumræðu um stíflustæðið við Kárahnjúka og nýjar jarðfræðiupplýsingar sem kallað hefðu á nýtt áhættumat. Stuðningsmenn framkvæmdanna sökuðu Steingrím um að mála skrattann á vegginn og bentu á að það myndi aðeins kosta 100 til 150 milljónir króna að styrkja stíflur til að mæta nýju áhættumati. Steingrímur sagði að varnaðarorð vísindamanna, sem þögguð voru niður, hefðu nú verið staðfest. „Skömmin er þeirra, stjórnvalda, vísindamanna og fyrirtækja, sem höfðu þetta að engu ... á þeim tíma sem átti að taka þetta alvarlega og rannsaka þetta frekar,“ sagði Steingrímur og bætti við að það lægi fyrir að kostnaðurinn vegna þessa væri upp á nokkra milljarða, en ekki 100 til 150 milljónir. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra benti á að stíflur Kárahnjúkavirkjunar væru hannaðar til að standast sömu áraun vegna jarðskjálfta og stíflur á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, sem þó væri margfalt virkara. Hún kvaðst því fullviss um að ekki væri hætta á ferðum á Kárahnjúkasvæðinu. „Ég hef áður talað, í sambandi við óskylt mál, um belti og axlabönd. Ég held að í þessu tilfelli sé óhætt að tala um tvenn axlabönd og tvö belti,“ sagði Valgerður Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Formaður Vinstri - grænna sagði það hneyksli að Kárahnjúkavirkjun hefði verið troðið í gegnum Alþingi um leið og viðvaranir vísindamanna um misgengissprungur hefðu verið þaggaðar niður. Iðnaðarráðherra sagðist hins vegar í þingumræðum í dag þess fullviss að engin hætta væri á ferðum og sagði virkjunina með tvenn axlabönd og tvö belti. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, stóð fyrir utandagskrárumræðu um stíflustæðið við Kárahnjúka og nýjar jarðfræðiupplýsingar sem kallað hefðu á nýtt áhættumat. Stuðningsmenn framkvæmdanna sökuðu Steingrím um að mála skrattann á vegginn og bentu á að það myndi aðeins kosta 100 til 150 milljónir króna að styrkja stíflur til að mæta nýju áhættumati. Steingrímur sagði að varnaðarorð vísindamanna, sem þögguð voru niður, hefðu nú verið staðfest. „Skömmin er þeirra, stjórnvalda, vísindamanna og fyrirtækja, sem höfðu þetta að engu ... á þeim tíma sem átti að taka þetta alvarlega og rannsaka þetta frekar,“ sagði Steingrímur og bætti við að það lægi fyrir að kostnaðurinn vegna þessa væri upp á nokkra milljarða, en ekki 100 til 150 milljónir. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra benti á að stíflur Kárahnjúkavirkjunar væru hannaðar til að standast sömu áraun vegna jarðskjálfta og stíflur á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, sem þó væri margfalt virkara. Hún kvaðst því fullviss um að ekki væri hætta á ferðum á Kárahnjúkasvæðinu. „Ég hef áður talað, í sambandi við óskylt mál, um belti og axlabönd. Ég held að í þessu tilfelli sé óhætt að tala um tvenn axlabönd og tvö belti,“ sagði Valgerður
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira