Erfið byrjun nýja formannsins 13. apríl 2005 00:01 Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins. Með fimmtíu og þrjú prósent atkvæða í formannskosningu í gærkvöldi varð Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í danska jafnaðarmannflokknum í yfir hundrað ára sögu hans. Í kosningabaráttunni hefur hún verið kölluð „ferski frambjóðandinn“ en hún er þrjátíu og átta ára og var kosin í fyrsta sinn á þing í febrúar síðastliðnum. Á móti henni var svonefndur krónprins flokksins í framboði, Frank Jensen. Hann er 43 ára, var kosinn ungur á þing fyrir átján árum og hefur gegnt tveimur ráðherraembætum fyrir flokkinn. Í ræðu í gærkvöldi hvatti Frank stuðningsmenn sína til að styðja nýjan formann. Í sigurræðu sinni sagði Helle að framundan væru nýir tímar þar sem flokkafylkingar skyldu hætta að berjast. Hún naut stuðnings hægrifylkingar innan flokksins sem kennd er við Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi formann og forsætisráðherra. Frank var aftur á móti frambjóðandi vinstrifylkingarinnar. Danskir fjölmiðlar segja Helle eiga erfitt starf fyrir höndum. Í leiðara Politiken segir að verkefnið sé yfirþyrmandi en hún virðist ekki hrædd; kannski hafi óþekkti frambjóðandinn verið sá rétti. Berlingske Tidende segir sömu kröfur gerðar til Helle nú og hafi verið gerðar til fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft: „Komdu þér í forsætisráðherraembættið eða úr formannsstólnum.“ Og fyrsti dagurinn hefur verið erfiður því yfirlýsing Helle í gærkvöldi, um að vinna með stjórninni að breytingum á danska eftirlaunakerfinu fyrir fólk undir fertugu, hafa mætt mótstöðu hjá nokkrum þingmönnum flokksins sem segja málflutning hennar ekki samræmast stefnu flokksins. Ein af reyndari þingkonum flokksins, Pia Glellerup, tilkynnti strax í gærkvöldi að hún myndi hætta sem formaður þingflokksins eftir sjö ára starf. Hún studdi mótframbjóðandann, Frank Jensen, og segist ekki geta unnið af sömu einurð fyrir Helle. Á stuttum fundi þingflokksins í morgun voru samþykktar tillögur Helle um mannabreytingar í lykilstöðum flokksins. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins. Með fimmtíu og þrjú prósent atkvæða í formannskosningu í gærkvöldi varð Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í danska jafnaðarmannflokknum í yfir hundrað ára sögu hans. Í kosningabaráttunni hefur hún verið kölluð „ferski frambjóðandinn“ en hún er þrjátíu og átta ára og var kosin í fyrsta sinn á þing í febrúar síðastliðnum. Á móti henni var svonefndur krónprins flokksins í framboði, Frank Jensen. Hann er 43 ára, var kosinn ungur á þing fyrir átján árum og hefur gegnt tveimur ráðherraembætum fyrir flokkinn. Í ræðu í gærkvöldi hvatti Frank stuðningsmenn sína til að styðja nýjan formann. Í sigurræðu sinni sagði Helle að framundan væru nýir tímar þar sem flokkafylkingar skyldu hætta að berjast. Hún naut stuðnings hægrifylkingar innan flokksins sem kennd er við Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi formann og forsætisráðherra. Frank var aftur á móti frambjóðandi vinstrifylkingarinnar. Danskir fjölmiðlar segja Helle eiga erfitt starf fyrir höndum. Í leiðara Politiken segir að verkefnið sé yfirþyrmandi en hún virðist ekki hrædd; kannski hafi óþekkti frambjóðandinn verið sá rétti. Berlingske Tidende segir sömu kröfur gerðar til Helle nú og hafi verið gerðar til fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft: „Komdu þér í forsætisráðherraembættið eða úr formannsstólnum.“ Og fyrsti dagurinn hefur verið erfiður því yfirlýsing Helle í gærkvöldi, um að vinna með stjórninni að breytingum á danska eftirlaunakerfinu fyrir fólk undir fertugu, hafa mætt mótstöðu hjá nokkrum þingmönnum flokksins sem segja málflutning hennar ekki samræmast stefnu flokksins. Ein af reyndari þingkonum flokksins, Pia Glellerup, tilkynnti strax í gærkvöldi að hún myndi hætta sem formaður þingflokksins eftir sjö ára starf. Hún studdi mótframbjóðandann, Frank Jensen, og segist ekki geta unnið af sömu einurð fyrir Helle. Á stuttum fundi þingflokksins í morgun voru samþykktar tillögur Helle um mannabreytingar í lykilstöðum flokksins.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira