Bush óvinsælli Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2005 00:01 Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar