Meistaradeildin í kvöld 13. apríl 2005 00:01 Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Liverpool tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu gert, að sigra lið Juventus í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að verja 2-1 forystu sína gegn ítalska stórveldinu á Delle Alpi leikvangi í Tórínó. Jerzy Dudek, markvörður enska liðsins er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við lögðum þá á heimavelli og við höfum sjálfstraustið í að ná hagstæðum úrslitum í síðari leiknum. Af hverju ættum við ekki að geta unnið þá aftur? Við gerðum það fyrir viku síðan.Við viljum allir bæta fyrir ófarirnar gegn Leverkusen fyrir tveimur árum og komast lengra í ár. Ég hef fulla trú á því að við getum það," sagði pólski markvörðurinn, sem hefur verið inn og út úr enska liðinu í vetur. Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool tók í sama streng og vildi ekki gera of mikið úr fjarveru fyrirliðans Steven Gerrard, en hann getur ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla. "Auðvitað myndum við vilja hafa Gerrard í liðinu, en við höfum sýnt það í vetur að við getum leikið ágætlega án hans og við erum að fá menn aftur inn eftir meiðsli, svo við getum verið þokkalega bjartsýnir fyrir leikinn", sagði Benitez. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á að skora á Delle Alpi, sagði hann; "Juve er augljóslega með frábæra varnarmenn, en við erum með Milan Baros, sem getur skapað mikinn usla hjá þeim í skyndisóknunum og ég held að ef við næðum að skora snemma, myndi það setja gríðarlega pressu á þá," sagði stjórinn. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sjá meira
Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Liverpool tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu gert, að sigra lið Juventus í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að verja 2-1 forystu sína gegn ítalska stórveldinu á Delle Alpi leikvangi í Tórínó. Jerzy Dudek, markvörður enska liðsins er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við lögðum þá á heimavelli og við höfum sjálfstraustið í að ná hagstæðum úrslitum í síðari leiknum. Af hverju ættum við ekki að geta unnið þá aftur? Við gerðum það fyrir viku síðan.Við viljum allir bæta fyrir ófarirnar gegn Leverkusen fyrir tveimur árum og komast lengra í ár. Ég hef fulla trú á því að við getum það," sagði pólski markvörðurinn, sem hefur verið inn og út úr enska liðinu í vetur. Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool tók í sama streng og vildi ekki gera of mikið úr fjarveru fyrirliðans Steven Gerrard, en hann getur ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla. "Auðvitað myndum við vilja hafa Gerrard í liðinu, en við höfum sýnt það í vetur að við getum leikið ágætlega án hans og við erum að fá menn aftur inn eftir meiðsli, svo við getum verið þokkalega bjartsýnir fyrir leikinn", sagði Benitez. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á að skora á Delle Alpi, sagði hann; "Juve er augljóslega með frábæra varnarmenn, en við erum með Milan Baros, sem getur skapað mikinn usla hjá þeim í skyndisóknunum og ég held að ef við næðum að skora snemma, myndi það setja gríðarlega pressu á þá," sagði stjórinn.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sjá meira