Styðja ekki samgönguáætlun 12. apríl 2005 00:01 Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira