Kallaður í hópinn hjá Liverpool 12. apríl 2005 00:01 Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Franski framherjinn Djibril Cisse hefur mjög óvænt verið kallaður inn í leikmannahóp Liverpool fyrir síðari leik liðsins við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eins og kunnugt er fótbrotnaði Cisse illa í leik gegn Blackburn í október og það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum sem hann hóf að sparka í bolta á ný. "Hann mun ekki byrja leikinn en það gæti verið að við notum hann síðustu 20 mínúturnar eða svo. Hann sagðist fyrst vera tilbúinn fyrir tveimur vikum en við vildum vera alveg vissir áður en við völdum hann í hópinn," segir Rafael Benitez, sem mun ekki geta stillt upp Steven Gerrard í sínu liði í kvöld vegna smávægilegra meiðsla fyrirliðans. Talið er líklegt að Xabi Alonso verði settur beint í byrjunarliðið í stað Gerrards eftir þriggja mánaða hliðarlegu vegna meiðsla. "Mér líður ömurlega," segir Gerrard sem lýsir leiknum sem þeim stærsta sem hann hefur misst af með Liverpool. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Tórínó-borgar á mánudag. "Ég verð heima í sjúkrameðferð en mun horfa á leikinn í sjónvarpinu. Ég þoli það ekki. Þetta verður eins og á HM 2002 þegar ég þurfti að sitja heima alla keppnina. Ömurlegt," segir Gerrard. Fabio Capello hjá Juventus segir að lykillinn að því að sitt lið komist áfram sé þolinmæði. "Við þurfum að vera skynsamir og megum ekki flýta okkur um of að skora. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum sínum og við verðum að koma í veg fyrir þær," segir Capello, sem mun verða án David Trezeguet sem er meiddur. Pavel Nedved segist hafa lært mikið af fyrri leiknum gegn Liverpool og horfði auk þess á leik þeirra gegn Man.City í Englandi um helgina. "Nú veit ég að það má aldrei gleyma sér gegn Liverpool. Þá refsar liðið manni," segir Nedved. Leikur Liverpool og Juventus verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður sýnt frá hinum leik kvöldsins, viðureign PSV og Lyon.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira