Búið að ákveða kaupendur? 5. apríl 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Hann rifjaði upp sölu Búnaðarbankans á Alþingi í gær og spurði hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd að aflokinni sölu Símans: af fyrrverandi varaformanni Framsóknarflokksins keyra burt með Landssímann í skottinu. Lúðvík tæpti á einkavæðingasögu Búnaðarbankans og sagði ekki að undra þótt það væru grunsemdir og tortryggni í garð ríkisstjórnarinnar í málinu. Hesteyri, fyrirtæki í eigu Skinneyjar-Þinganess og Kaupfélags Skagfirðinga, keypti rúmlega 22 prósenta hlut í Keri 16. ágúst 2002 af Straumi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á rúmlega 2,3 prósenta hlut í Skinney-Þinganes. Ker keypti síðan tæpan 35 prósenta hlut í VÍS af Landsbankanum þann 28. ágúst. Hesteyri er þá leiðandi aðili í Keri. S-hópurinn sýndi síðan áhuga á að kaupa Búnaðarbankannn 10. september. Einkavæðinganefnd hóf viðræður við S-hópinn 4. nóvember. 6. nóvember kemur VÍS inn í S-hópinn en Samskip fara út. 15. nóvember selur Ker Norvik hlut sinn í VÍS og hafði þá hagnast um rúman einn milljarð frá því hluturinn var keyptur af ríkinu. Heysteyri selur svo rúman 22 prósenta hlut sinn í Keri og fær greitt með fjórðungshlut í VÍS. Ætla má að hluturinn hafi verið seldur á 700 milljóna króna yfirverði, miðað við upplýsingar sem Lúðvík Bergvinsson vitnaði til úr Frjálsri verslun í desember árið 2002. Þar kemur fram að félag í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyjar-Þinganess hafi haft frumkvæði og völd í S-hópnum á þessum tíma vegna stöðu sinnar í Keri á meðan viðræður voru í gangi um kaup hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. 16. nóvember náðist samkomulag við S-hópinn. Hann samanstendur þá af VÍS, Samvinnulífeyrissjóðnum, Eglu, Keri, Samvinnutryggingum - eignarhaldsfélagi og erlendri fjármálastofnun. Lúðvík sagði engar lagareglur gilda um störf einkavæðingarnefndar og samkvæmt opinberum upplýsingum virtist að undarlegir hlutir hafi átt sér stað í tengslum við einkavæðingu Búnaðarbankans. Hann sagði þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Lúðvík spurði því hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd og áður er getið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Hann rifjaði upp sölu Búnaðarbankans á Alþingi í gær og spurði hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd að aflokinni sölu Símans: af fyrrverandi varaformanni Framsóknarflokksins keyra burt með Landssímann í skottinu. Lúðvík tæpti á einkavæðingasögu Búnaðarbankans og sagði ekki að undra þótt það væru grunsemdir og tortryggni í garð ríkisstjórnarinnar í málinu. Hesteyri, fyrirtæki í eigu Skinneyjar-Þinganess og Kaupfélags Skagfirðinga, keypti rúmlega 22 prósenta hlut í Keri 16. ágúst 2002 af Straumi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á rúmlega 2,3 prósenta hlut í Skinney-Þinganes. Ker keypti síðan tæpan 35 prósenta hlut í VÍS af Landsbankanum þann 28. ágúst. Hesteyri er þá leiðandi aðili í Keri. S-hópurinn sýndi síðan áhuga á að kaupa Búnaðarbankannn 10. september. Einkavæðinganefnd hóf viðræður við S-hópinn 4. nóvember. 6. nóvember kemur VÍS inn í S-hópinn en Samskip fara út. 15. nóvember selur Ker Norvik hlut sinn í VÍS og hafði þá hagnast um rúman einn milljarð frá því hluturinn var keyptur af ríkinu. Heysteyri selur svo rúman 22 prósenta hlut sinn í Keri og fær greitt með fjórðungshlut í VÍS. Ætla má að hluturinn hafi verið seldur á 700 milljóna króna yfirverði, miðað við upplýsingar sem Lúðvík Bergvinsson vitnaði til úr Frjálsri verslun í desember árið 2002. Þar kemur fram að félag í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyjar-Þinganess hafi haft frumkvæði og völd í S-hópnum á þessum tíma vegna stöðu sinnar í Keri á meðan viðræður voru í gangi um kaup hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. 16. nóvember náðist samkomulag við S-hópinn. Hann samanstendur þá af VÍS, Samvinnulífeyrissjóðnum, Eglu, Keri, Samvinnutryggingum - eignarhaldsfélagi og erlendri fjármálastofnun. Lúðvík sagði engar lagareglur gilda um störf einkavæðingarnefndar og samkvæmt opinberum upplýsingum virtist að undarlegir hlutir hafi átt sér stað í tengslum við einkavæðingu Búnaðarbankans. Hann sagði þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Lúðvík spurði því hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd og áður er getið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira