Vonast til að sætta megi deilendur 3. apríl 2005 00:01 Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Í kvöldfréttum Útvarpsins var greint frá þeirri ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra að ráða Óðinn Jónsson fréttamann næsta fréttastjóra Útvarpsins. Áður hafði Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri verið beðinn um að gegna starfi fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk frá stöðunni á föstudag. Óðinn segir að útvarpsstjóri hafi haft sambandi við sig í morgun og spurt hvort umsókn hans um starf fréttastjóra stæði. Því hafi hann játað og þá hafi útvarpsstjóri sagst vilja ræða við hann um ráðningu í starfið. Það hafi þeir gert í dag og orðið sammála um að það væri mikilvægt að koma á friði innan Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri hafi í kjölfarið boðið honum starfið og Óðinn segist hafa þegið það. Óðinn er einn þeirra fimm sem talin voru hæfust í starfið. Aðspurður hvað hann telji að hafi ráðið því að hann hafi komið helst til greina segir Óðinn að útvarpsstjóri verði að svara því. Hann hafi sagst treysta honum til að sinna því verki, sem er mikilvægt, að koma á vinnufriði innan stofnunarinnar og halda áfram. Hann voni að samstarfsmenn hans taki undir það. Mikill styr hefur staðið um stofnunina að undanförnu og Óðinn hefur verið harðorður í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs. Aðspurður hvort hann eigi von á því að það takist að sætta deilendur í málinu segist Óðinn hafa mikla trú á því. Á Ríkisútvarpinu starfi frábært starfsfólk og hann og útvarpsstjóri hafi sammælst um það að láta það sem sagt hefur verið að baki og halda áfram. Allt sé á hreinu milli þeirra og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Friðrik Páll Jónsson var beðinn um að gegna stöðu fréttastjóra tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við henni. Óðinn segist aðspurður þegar hafa rætt við Friðrik og hann sé tekinn við starfinu. Fréttamenn séu mjög þakklátir Friðriki fyrir allt sem hann hafi gert á fréttastofunni. Hann hafi unnið mikið og gott starf á mjög erfiðum tímum og hann treysti á að eiga hann að í hinu nýja starfi. Aðspurður hvaða breytingar hann muni innleiða segir Óðinn að best sé að láta þennan dag líða og svo verði verkin látin tala. Aðalatriðið sé að koma á vinnufriði, en á Útvarpinu sér frábært starfsfólks sem hann gleðjist yfir að fá að vinna með áfram og hann óttist ekki neitt. Starfsfólk fréttastofunnar, þar á meðal Óðinn Jónsson, hefur fengið ákúrur fyrir að hafa farið fram úr sér í fréttastjóramálinu svokallaða. Spurður hvort einhver eftirmál verði að því segist Óðinn vona að svo verði ekki. Margir hafi haft uppi stór orð á síðustu dögum og vikum og ástandið á Ríkisútvarpinu hafi verið undarlegt. Menn verði auðvitað að lifa við það sem þeir hafi sagt en jafnframt að vera menn til að sætta alla og halda áfram.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira