Ófremdarástand á RÚV 1. apríl 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, óskaði eftir því á Alþingi í gær að ákall fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis yrði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Fréttamenn hétu á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið. "Hér er um mjög svo alvarlegt ákall að ræða sem ég tel að verði tekið til umfjöllunar á Alþingi. Ég tek undir það að neyðarástand sé að skapast í Ríkisútvarpinu," sagði Kolbrún. "Ég tel verulega alvarlega hluti hér á ferðum, sérstaklega í ljósi þess sem við fengum að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu, þar sem nýráðinn fréttastjóri leynir þjóð og fréttamanni því að hann hafi átt fund með formanni útvarpsráðs í gær. Fréttastjóri segir þjóðinni beinlínis ósatt og er síðan afturreka með það," segir Kolbrún. Hún bætti því við að hún teldi ljóst að ríkisstjórnin væri að beita áhrifum sínum á fréttastofunni. "Það er ófremdarástand á Ríkisútvarpinu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, og kvað óhjákvæmilegt að fá umræðu um málið á Alþingi án tafar. "Við trúum því ekki að óreyndu að það sé ætlunin að hafa Ríkisútvarpið óstarfhæft og logandi stafnanna á milli. Eins og ég segi þá liggur það þegar fyrir að starfsemi útvarpsins getur ekki farið fram með eðlilegum hætti eins og í pottinn er búið. Fréttastjórinn kann ekki til verka, hann ratar varla um húsið, sölumaðurinn, og þess vegna hefur verið ákveðið að yfirmaður fréttasviðs gegni starfinu tímabundið," sagði Steingrímur. Margrét Frímannsdóttir gagnrýndi að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru fjarstaddir þegar umræðan fór fram. "Þetta er ákall til okkar og ósk eftir viðbrögðum, og því hljótum við að óska eftir svörum með hvaða hætti þingið bregst við," sagði Margrét. Tæpum sjö klukkutímum síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki starfi fréttastjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels