Hafi gengið heldur hart fram 1. apríl 2005 00:01 Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira