Afhentu forseta Alþingis ákall 1. apríl 2005 00:01 Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda. Það hljóðar svo „Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarpsins, kom til starfa í morgun og hélt stuttan fund með fréttamönnum. Þar kom fram hjá honum að hann ætlaði að gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum. Jafnframt greindi hann frá því að hann hefði haft samband við nokkra menn og beðið þá að vera til taks ef núverandi fréttamenn legðu niður störf. Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum. Við teljum þessar stjórnunaraðferðir í hrópandi ósamræmi við uppbyggingu opinberrar þjónustu í lýðfrjálsu landi. Ríkisútvarpið er þjónustustofnun í almanna þágu og verður að vinna í þeim anda. Neyðarástand er að skapast á Ríkisútvarpinu. Fjölmennur fundur starfsmanna samþykkti í gær vantraust á útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðunar Georgs Ólafssonar með 93% greiddra atkvæða. Útvarpsstjóri er að okkar mati ekki fær um að leysa þann vanda sem uppi er. Við heitum á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið sem þjónað hefur þjóðinni í nær 75 ár." Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda. Það hljóðar svo „Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarpsins, kom til starfa í morgun og hélt stuttan fund með fréttamönnum. Þar kom fram hjá honum að hann ætlaði að gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum. Jafnframt greindi hann frá því að hann hefði haft samband við nokkra menn og beðið þá að vera til taks ef núverandi fréttamenn legðu niður störf. Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum. Við teljum þessar stjórnunaraðferðir í hrópandi ósamræmi við uppbyggingu opinberrar þjónustu í lýðfrjálsu landi. Ríkisútvarpið er þjónustustofnun í almanna þágu og verður að vinna í þeim anda. Neyðarástand er að skapast á Ríkisútvarpinu. Fjölmennur fundur starfsmanna samþykkti í gær vantraust á útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðunar Georgs Ólafssonar með 93% greiddra atkvæða. Útvarpsstjóri er að okkar mati ekki fær um að leysa þann vanda sem uppi er. Við heitum á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið sem þjónað hefur þjóðinni í nær 75 ár."
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira