Fiskvinnslustöðvar í vanda 29. mars 2005 00:01 Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði starfa um 75 manns í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er kvóti þess um tólf þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur landvinnslunnar beri þess merki að krónan sé ofursterk. Það bitni fyrst og fremst á landvinnslunni því laun sjómanna á frystitogurum og þeirra sem flytja út fisk í gámum ákvarðist af söluandvirðinu og fylgi því erlendu myntinni. Einar Valur segir að gengisstefnan sé aðför að landsbyggðinni. Aðspurður hvað sé til ráða segist hann ekki vita það. Þeir sem starfi í sjávarútvegi búi við það að greiða einir starfstétta auðlindaskatt sem þekkist hvergi á byggðu bóli. Annars staðar sé sjávarútvegur styrktur af ríkinu. Stjórnvöld hér á landi segi að sjávarútvegurinn verði að búa við þetta og því verði þeir sem starfa þar að grípa til einhverra aðgerða sem við eiga. Einar Valur segir mjög erfitt þegar framleiðsluvörurnar lækki sífellt og innlendur kostnaður hækki á móti. Því sé ljóst að menn verði að grípa til aðgerða og hagræða með einhverjum hætt. Hann vill sjá aðgerðir af hálfu þingmanna og sveitarstjórnarmanna í þessum málum. Hann sakni þess að heyra ekki í þeim en þeir virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Ef hann væri bóndi og nytin hryndi í kúnum hjá honum hefði hann verulegar áhyggjur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira
Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði starfa um 75 manns í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er kvóti þess um tólf þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur landvinnslunnar beri þess merki að krónan sé ofursterk. Það bitni fyrst og fremst á landvinnslunni því laun sjómanna á frystitogurum og þeirra sem flytja út fisk í gámum ákvarðist af söluandvirðinu og fylgi því erlendu myntinni. Einar Valur segir að gengisstefnan sé aðför að landsbyggðinni. Aðspurður hvað sé til ráða segist hann ekki vita það. Þeir sem starfi í sjávarútvegi búi við það að greiða einir starfstétta auðlindaskatt sem þekkist hvergi á byggðu bóli. Annars staðar sé sjávarútvegur styrktur af ríkinu. Stjórnvöld hér á landi segi að sjávarútvegurinn verði að búa við þetta og því verði þeir sem starfa þar að grípa til einhverra aðgerða sem við eiga. Einar Valur segir mjög erfitt þegar framleiðsluvörurnar lækki sífellt og innlendur kostnaður hækki á móti. Því sé ljóst að menn verði að grípa til aðgerða og hagræða með einhverjum hætt. Hann vill sjá aðgerðir af hálfu þingmanna og sveitarstjórnarmanna í þessum málum. Hann sakni þess að heyra ekki í þeim en þeir virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Ef hann væri bóndi og nytin hryndi í kúnum hjá honum hefði hann verulegar áhyggjur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira