Fiskvinnslustöðvar í vanda 29. mars 2005 00:01 Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði starfa um 75 manns í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er kvóti þess um tólf þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur landvinnslunnar beri þess merki að krónan sé ofursterk. Það bitni fyrst og fremst á landvinnslunni því laun sjómanna á frystitogurum og þeirra sem flytja út fisk í gámum ákvarðist af söluandvirðinu og fylgi því erlendu myntinni. Einar Valur segir að gengisstefnan sé aðför að landsbyggðinni. Aðspurður hvað sé til ráða segist hann ekki vita það. Þeir sem starfi í sjávarútvegi búi við það að greiða einir starfstétta auðlindaskatt sem þekkist hvergi á byggðu bóli. Annars staðar sé sjávarútvegur styrktur af ríkinu. Stjórnvöld hér á landi segi að sjávarútvegurinn verði að búa við þetta og því verði þeir sem starfa þar að grípa til einhverra aðgerða sem við eiga. Einar Valur segir mjög erfitt þegar framleiðsluvörurnar lækki sífellt og innlendur kostnaður hækki á móti. Því sé ljóst að menn verði að grípa til aðgerða og hagræða með einhverjum hætt. Hann vill sjá aðgerðir af hálfu þingmanna og sveitarstjórnarmanna í þessum málum. Hann sakni þess að heyra ekki í þeim en þeir virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Ef hann væri bóndi og nytin hryndi í kúnum hjá honum hefði hann verulegar áhyggjur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði starfa um 75 manns í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er kvóti þess um tólf þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur landvinnslunnar beri þess merki að krónan sé ofursterk. Það bitni fyrst og fremst á landvinnslunni því laun sjómanna á frystitogurum og þeirra sem flytja út fisk í gámum ákvarðist af söluandvirðinu og fylgi því erlendu myntinni. Einar Valur segir að gengisstefnan sé aðför að landsbyggðinni. Aðspurður hvað sé til ráða segist hann ekki vita það. Þeir sem starfi í sjávarútvegi búi við það að greiða einir starfstétta auðlindaskatt sem þekkist hvergi á byggðu bóli. Annars staðar sé sjávarútvegur styrktur af ríkinu. Stjórnvöld hér á landi segi að sjávarútvegurinn verði að búa við þetta og því verði þeir sem starfa þar að grípa til einhverra aðgerða sem við eiga. Einar Valur segir mjög erfitt þegar framleiðsluvörurnar lækki sífellt og innlendur kostnaður hækki á móti. Því sé ljóst að menn verði að grípa til aðgerða og hagræða með einhverjum hætt. Hann vill sjá aðgerðir af hálfu þingmanna og sveitarstjórnarmanna í þessum málum. Hann sakni þess að heyra ekki í þeim en þeir virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Ef hann væri bóndi og nytin hryndi í kúnum hjá honum hefði hann verulegar áhyggjur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira