Fiskvinnslustöðvar í vanda 29. mars 2005 00:01 Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði starfa um 75 manns í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er kvóti þess um tólf þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur landvinnslunnar beri þess merki að krónan sé ofursterk. Það bitni fyrst og fremst á landvinnslunni því laun sjómanna á frystitogurum og þeirra sem flytja út fisk í gámum ákvarðist af söluandvirðinu og fylgi því erlendu myntinni. Einar Valur segir að gengisstefnan sé aðför að landsbyggðinni. Aðspurður hvað sé til ráða segist hann ekki vita það. Þeir sem starfi í sjávarútvegi búi við það að greiða einir starfstétta auðlindaskatt sem þekkist hvergi á byggðu bóli. Annars staðar sé sjávarútvegur styrktur af ríkinu. Stjórnvöld hér á landi segi að sjávarútvegurinn verði að búa við þetta og því verði þeir sem starfa þar að grípa til einhverra aðgerða sem við eiga. Einar Valur segir mjög erfitt þegar framleiðsluvörurnar lækki sífellt og innlendur kostnaður hækki á móti. Því sé ljóst að menn verði að grípa til aðgerða og hagræða með einhverjum hætt. Hann vill sjá aðgerðir af hálfu þingmanna og sveitarstjórnarmanna í þessum málum. Hann sakni þess að heyra ekki í þeim en þeir virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Ef hann væri bóndi og nytin hryndi í kúnum hjá honum hefði hann verulegar áhyggjur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Styrk staða krónunnar kemur illa við rekstur fiskvinnslustöðva. Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og segir framkvæmdastjórinn að grípa þurfi til aðgerða, hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum nægi ekki. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði starfa um 75 manns í landvinnslu fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir út fjóra togara og er kvóti þess um tólf þúsund þorskígildistonn. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur landvinnslunnar beri þess merki að krónan sé ofursterk. Það bitni fyrst og fremst á landvinnslunni því laun sjómanna á frystitogurum og þeirra sem flytja út fisk í gámum ákvarðist af söluandvirðinu og fylgi því erlendu myntinni. Einar Valur segir að gengisstefnan sé aðför að landsbyggðinni. Aðspurður hvað sé til ráða segist hann ekki vita það. Þeir sem starfi í sjávarútvegi búi við það að greiða einir starfstétta auðlindaskatt sem þekkist hvergi á byggðu bóli. Annars staðar sé sjávarútvegur styrktur af ríkinu. Stjórnvöld hér á landi segi að sjávarútvegurinn verði að búa við þetta og því verði þeir sem starfa þar að grípa til einhverra aðgerða sem við eiga. Einar Valur segir mjög erfitt þegar framleiðsluvörurnar lækki sífellt og innlendur kostnaður hækki á móti. Því sé ljóst að menn verði að grípa til aðgerða og hagræða með einhverjum hætt. Hann vill sjá aðgerðir af hálfu þingmanna og sveitarstjórnarmanna í þessum málum. Hann sakni þess að heyra ekki í þeim en þeir virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Ef hann væri bóndi og nytin hryndi í kúnum hjá honum hefði hann verulegar áhyggjur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira