Bobby Fischer sleppt í kvöld 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira