Fischer verður Íslendingur 18. mars 2005 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. "Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að fullvissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. "Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í málinu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni, í fyrsta lagi tengsl hans við landið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónarmið þar að leiðarljósi," segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þingið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslenskan ríkisborgararétt strax í næstu viku," segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. "Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimir Aszkenasy var veittur ríkisborgararéttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því," segir Davíð. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. "Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að fullvissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. "Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í málinu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni, í fyrsta lagi tengsl hans við landið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónarmið þar að leiðarljósi," segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þingið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslenskan ríkisborgararétt strax í næstu viku," segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. "Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimir Aszkenasy var veittur ríkisborgararéttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því," segir Davíð.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira