Auglýsingar ýta undir átraskanir 17. mars 2005 00:01 Auglýsingaiðnaðurinn ýtir undir átraskanir, að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Embættið hefur starfað að úrlausnum þessa vaxandi vanda ásamt starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og fleirum á heilbrigðissviði. Fram hefur komið að um 60 nýjar beiðnir vegna átröskunar hafa borist til geðsviðs LSH á undanförnum árum. Á síðasta ári tvöfaldaðist tala þeirra barna sem greindust með þennan sjúkdóm á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á síðasta ári bættust að minnsta kosti 90 átröskunarsjúklingar í þann hóp sem fyrir var á geðdeildum LSH. Gera má ráð fyrir að hópur fólks hafi einnig leitað til heilsugæslustöðva, sálfræðinga og annarra fagaðila vegna átraskana. Í vikunni var ný göngudeild fyrir þennan sjúklingahóp tekin í notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Sveinbjarnardóttur vantar 16 til 18 milljónir króna til að hægt sé að keyra þjónustuna þar eins og hægt er með því sérmenntaða fagfólki sem er á spítalanum. "Það er enginn vafi á því að það skelfilega og vaxandi vandamál sem átröskun er tengist samfélagsbreytingum nútímans," segir landlæknir. "Ég er sannfærður um að hluti af vandanum er þessi sterka ímynd auglýsingaiðnaðarins, snyrtivöruiðnaðarins og skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur sérstaklega, en einnig á einstaka drengi. Séu ákveðin geðlagseinkenni fyrir hendi er fólk móttækilegra fyrir sterkum áhrifum eins og eru látin dynja yfir okkur allan daginn. Sumir einstaklingar í samfélaginu hafa minni varnir en fjöldinn og fara yfir í átröskun. Þetta er ekki sjálfskaparvíti eins eða neins. Þetta er geðröskun." Sigurður segir að byggja þurfi upp þverfaglega þjónustu. Hún þurfi að beinast fyrst og fremst að fræðslu til umhverfisins, aðstandenda, sjúklinga, meðferð á göngudeild og dagdeild. Jafnframt þurfi að vera fyrir hendi aðgangur að sjúkrahúslegu, annað hvort á geðdeild eða jafnvel lyfjadeild. Þörf á því að leggja átröskunarsjúklinga inn á sjúkrahús sé yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt að sinna á göngudeildum og dagdeildum. Efla þurfi þjónustuna við þá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun nýju göngudeildarinnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Auglýsingaiðnaðurinn ýtir undir átraskanir, að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Embættið hefur starfað að úrlausnum þessa vaxandi vanda ásamt starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og fleirum á heilbrigðissviði. Fram hefur komið að um 60 nýjar beiðnir vegna átröskunar hafa borist til geðsviðs LSH á undanförnum árum. Á síðasta ári tvöfaldaðist tala þeirra barna sem greindust með þennan sjúkdóm á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á síðasta ári bættust að minnsta kosti 90 átröskunarsjúklingar í þann hóp sem fyrir var á geðdeildum LSH. Gera má ráð fyrir að hópur fólks hafi einnig leitað til heilsugæslustöðva, sálfræðinga og annarra fagaðila vegna átraskana. Í vikunni var ný göngudeild fyrir þennan sjúklingahóp tekin í notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Sveinbjarnardóttur vantar 16 til 18 milljónir króna til að hægt sé að keyra þjónustuna þar eins og hægt er með því sérmenntaða fagfólki sem er á spítalanum. "Það er enginn vafi á því að það skelfilega og vaxandi vandamál sem átröskun er tengist samfélagsbreytingum nútímans," segir landlæknir. "Ég er sannfærður um að hluti af vandanum er þessi sterka ímynd auglýsingaiðnaðarins, snyrtivöruiðnaðarins og skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur sérstaklega, en einnig á einstaka drengi. Séu ákveðin geðlagseinkenni fyrir hendi er fólk móttækilegra fyrir sterkum áhrifum eins og eru látin dynja yfir okkur allan daginn. Sumir einstaklingar í samfélaginu hafa minni varnir en fjöldinn og fara yfir í átröskun. Þetta er ekki sjálfskaparvíti eins eða neins. Þetta er geðröskun." Sigurður segir að byggja þurfi upp þverfaglega þjónustu. Hún þurfi að beinast fyrst og fremst að fræðslu til umhverfisins, aðstandenda, sjúklinga, meðferð á göngudeild og dagdeild. Jafnframt þurfi að vera fyrir hendi aðgangur að sjúkrahúslegu, annað hvort á geðdeild eða jafnvel lyfjadeild. Þörf á því að leggja átröskunarsjúklinga inn á sjúkrahús sé yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt að sinna á göngudeildum og dagdeildum. Efla þurfi þjónustuna við þá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun nýju göngudeildarinnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira