Sigur lífsins á slóðum Skaftárelda 17. mars 2005 00:01 "Við munum sameina fræðslu, náttúruskoðun, tónleika, helgihald og útivist," segir Ólafía Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Kirkjubæjarstofu sem stendur að þessum viðburði. Hún segir dagskrána hefjast kl. 21 á skírdag með kvöldmessu í Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar. Fyrir hádegi á föstudaginn langa verður dagskrá í tali og tónum sem nefnist Á slóðum Skaftárelda flutt í kapellunni og eftir hádegi verður farið í rútu að útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Frá Hunkubökkum verður svo gengið í stuttum áföngum austur brúnir að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn á Klaustri. Fararstjóri er Jón Helgason frá Seglbúðum. Ólafía segir þetta um átta kílómetra leið og í fyrra segir hún um sjötíu manns hafa tekið þátt í slíkri göngu á föstudaginn langa. Á laugardeginum verður rútuferð austur Síðu og Fljótshverfi og komið verður við í bænahúsinu á Núpsstað. Síðdegis þann dag verða tónleikar í Kirkjuhvoli og á páskadagsmorgun verður svo gengið frá minningarkapellunni að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem hátíðarmessa verður kl. 11. Ólafía segir gönguferðirnar taka mið af veðri og aðstæðum og bendir fólki á að vera vel búið. Þeir sem hafa hug á þátttöku í rútuferðum eru beðnir um að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi miðvikudaginn 23. mars. Þátttaka í gönguferðirnar er öllum opin. Rútuferðin út að Holti kostar 500 kr. og austur í Fljótshverfi 1.500 krónur en frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Upplýsingar eru veittar í síma 487 4645, 892 9650 og hægt er líka að panta á kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.isStokkið á steinum.Mynd/Bjarni Harðarson Ferðalög Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við munum sameina fræðslu, náttúruskoðun, tónleika, helgihald og útivist," segir Ólafía Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Kirkjubæjarstofu sem stendur að þessum viðburði. Hún segir dagskrána hefjast kl. 21 á skírdag með kvöldmessu í Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar. Fyrir hádegi á föstudaginn langa verður dagskrá í tali og tónum sem nefnist Á slóðum Skaftárelda flutt í kapellunni og eftir hádegi verður farið í rútu að útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Frá Hunkubökkum verður svo gengið í stuttum áföngum austur brúnir að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn á Klaustri. Fararstjóri er Jón Helgason frá Seglbúðum. Ólafía segir þetta um átta kílómetra leið og í fyrra segir hún um sjötíu manns hafa tekið þátt í slíkri göngu á föstudaginn langa. Á laugardeginum verður rútuferð austur Síðu og Fljótshverfi og komið verður við í bænahúsinu á Núpsstað. Síðdegis þann dag verða tónleikar í Kirkjuhvoli og á páskadagsmorgun verður svo gengið frá minningarkapellunni að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem hátíðarmessa verður kl. 11. Ólafía segir gönguferðirnar taka mið af veðri og aðstæðum og bendir fólki á að vera vel búið. Þeir sem hafa hug á þátttöku í rútuferðum eru beðnir um að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi miðvikudaginn 23. mars. Þátttaka í gönguferðirnar er öllum opin. Rútuferðin út að Holti kostar 500 kr. og austur í Fljótshverfi 1.500 krónur en frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Upplýsingar eru veittar í síma 487 4645, 892 9650 og hægt er líka að panta á kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.isStokkið á steinum.Mynd/Bjarni Harðarson
Ferðalög Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira