Háskólinn mun sprengja vegakerfið 16. mars 2005 00:01 Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. Reykjavík og Garðabær bítast um að veita Háskólanum í Reykjavík framtíðaraðstöðu. Annars vegar býðst skólanum lóð í Vatnsmýrinni og hins vegar landsvæði við Urriðaholt í Garðabæ. Stjórn skólans tekur ákvörðun í apríl um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Einar telur að vegakerfið anni ekki þeim tugum þúsunda sem munu vinna og starfa á svæði sem er einn kílómetri í radíus. Urriðaholtið sé því skynsamlegri kostur fyrir Háskólann í Reykjavík þar sem það muni dreifa umferðinni verulega. Þá bendir Einar á að líklega þurfi að ráðast í samgönguúrbætur fyrir miðbæinn, flytjist Háskólinn þangað. Til að mynda Fossvogsbraut sem var í umræðunni fyrir nokkrum árum og var mjög umdeild, eða brú yfir Skerjafjörð frá Bessastöðum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir þetta furðulegan málatilbúnað hjá Einari. Þá sé sérkennilegt að menn treysti sínum kosti ekki betur en svo að þeir leggist í skotgrafarhernað án þess að hafa kynnt sér málin. Dagur segir samgöngumál á Vatnsmýrarsvæðinu vera í mjög góðum málum. Svonefndur Hlíðarfótur tengi svæðið við Hringbraut og nýverið hafi verið gengið frá samkomulagi við samgönguráðherra um að hraða þeirri framkvæmd og verði hún sett inn á samgönguáætlun næsta árs. Þá séu göng í gegnum Öskjuhlíð, einnig á langtímaáætlun. Þetta verði því eitt best tengda svæði höfuðborgarsvæðisins. Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. Reykjavík og Garðabær bítast um að veita Háskólanum í Reykjavík framtíðaraðstöðu. Annars vegar býðst skólanum lóð í Vatnsmýrinni og hins vegar landsvæði við Urriðaholt í Garðabæ. Stjórn skólans tekur ákvörðun í apríl um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Einar telur að vegakerfið anni ekki þeim tugum þúsunda sem munu vinna og starfa á svæði sem er einn kílómetri í radíus. Urriðaholtið sé því skynsamlegri kostur fyrir Háskólann í Reykjavík þar sem það muni dreifa umferðinni verulega. Þá bendir Einar á að líklega þurfi að ráðast í samgönguúrbætur fyrir miðbæinn, flytjist Háskólinn þangað. Til að mynda Fossvogsbraut sem var í umræðunni fyrir nokkrum árum og var mjög umdeild, eða brú yfir Skerjafjörð frá Bessastöðum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir þetta furðulegan málatilbúnað hjá Einari. Þá sé sérkennilegt að menn treysti sínum kosti ekki betur en svo að þeir leggist í skotgrafarhernað án þess að hafa kynnt sér málin. Dagur segir samgöngumál á Vatnsmýrarsvæðinu vera í mjög góðum málum. Svonefndur Hlíðarfótur tengi svæðið við Hringbraut og nýverið hafi verið gengið frá samkomulagi við samgönguráðherra um að hraða þeirri framkvæmd og verði hún sett inn á samgönguáætlun næsta árs. Þá séu göng í gegnum Öskjuhlíð, einnig á langtímaáætlun. Þetta verði því eitt best tengda svæði höfuðborgarsvæðisins.
Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira