Ríkisstjórnin skilur aldraða eftir 11. mars 2005 00:01 Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun