Útvarpsstjóri brást 10. mars 2005 00:01 Vísir Engar umræður fóru fram á útvarpsráðsfundi um þá fimm umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, las upp yfirlýsingu í upphafi fundar þess efnis að meirihluti ráðsins, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, myndu mæla með Auðuni Georg Ólafssyni til starfsins. Útvarpsstjóri bar ekki fram ósk um faglega umfjöllun ráðsins á hæfni umsækjenda og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði. "Fulltrúar meirihlutans voru búnir að ákveða þetta fyrir fundinn og yfirlýsingin var lesin upp strax í upphafi þess dagskrárliðar þar sem tekin var fyrir ráðning fréttastjóra," sagði hann. "Ég átti von á að tekin yrði umræða um þetta góða fólk sem hafði verið mælt með til starfans, en sú umræða fór aldrei fram. Meðmæli meirihlutans bar að með þessum hætti sem ég hef lýst, og minnihlutinn var alveg óvarinn fyrir þessum vinnubrögðum og óundirbúinn, enda erfitt að ætla sér að gera eitthvað þegar séð er að meirihlutinn ætlar bæði að hunsa álit og meðmæli stjórnenda útvarpsins og ekki einu sinni rökræða neitt við aðra útvarpsráðsmenn um hæfni þeirra sem voru þarna efstir á blaði." Kjartan sagði að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði gefið það í skyn, þegar hann hefði verið búinn að ráða Auðun Georg, að hann hefði verið tilneyddur til þess vegna þess að það hefðu verið einu tilmælin sem komið hefðu fram. "Hann er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Hann gerði enga tilraun til þess á fundinum að hann óskaði eftir að við ræddum um þá sem höfðu bestu meðmælin. Þarna brugðust bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð. Þetta gæti aldrei viðgengist í venjulegu fyrirtæki sem væri á samkeppnismarkaði. Þar myndu menn gera upp málin en í útvarpinu virðist vera hægt að gera hvað sem er í pólitísku skjóli." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Engar umræður fóru fram á útvarpsráðsfundi um þá fimm umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, las upp yfirlýsingu í upphafi fundar þess efnis að meirihluti ráðsins, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, myndu mæla með Auðuni Georg Ólafssyni til starfsins. Útvarpsstjóri bar ekki fram ósk um faglega umfjöllun ráðsins á hæfni umsækjenda og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði. "Fulltrúar meirihlutans voru búnir að ákveða þetta fyrir fundinn og yfirlýsingin var lesin upp strax í upphafi þess dagskrárliðar þar sem tekin var fyrir ráðning fréttastjóra," sagði hann. "Ég átti von á að tekin yrði umræða um þetta góða fólk sem hafði verið mælt með til starfans, en sú umræða fór aldrei fram. Meðmæli meirihlutans bar að með þessum hætti sem ég hef lýst, og minnihlutinn var alveg óvarinn fyrir þessum vinnubrögðum og óundirbúinn, enda erfitt að ætla sér að gera eitthvað þegar séð er að meirihlutinn ætlar bæði að hunsa álit og meðmæli stjórnenda útvarpsins og ekki einu sinni rökræða neitt við aðra útvarpsráðsmenn um hæfni þeirra sem voru þarna efstir á blaði." Kjartan sagði að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði gefið það í skyn, þegar hann hefði verið búinn að ráða Auðun Georg, að hann hefði verið tilneyddur til þess vegna þess að það hefðu verið einu tilmælin sem komið hefðu fram. "Hann er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Hann gerði enga tilraun til þess á fundinum að hann óskaði eftir að við ræddum um þá sem höfðu bestu meðmælin. Þarna brugðust bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð. Þetta gæti aldrei viðgengist í venjulegu fyrirtæki sem væri á samkeppnismarkaði. Þar myndu menn gera upp málin en í útvarpinu virðist vera hægt að gera hvað sem er í pólitísku skjóli."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira