Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu 6. mars 2005 00:01 Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála." Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála."
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira