Elur á leti nemenda 22. febrúar 2005 00:01 Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Félag grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Þau eru sögð gefa mjög takmarkaða mynd af hæfni nemenda og samræmd próf í 4. og 7. bekk leggi óeðlilegar kröfur á nemendur og geti haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Haraldur Ólafsson telur slík próf þó vera mikilvæga mælistiku fyrir kennara, nemendur og foreldra. Það sé í þessum könnunum í 4. og 7. bekk sem viðvörunarljósin kvikni ef eitthvað er að í kennslunni eða hjá nemendum og of seint ef það uppgötvast í lokaprófi í grunnskóla eða inntökuprófi í framhaldsskóla. Samræmd próf 10. bekkinga hljóta heldur ekki háa einkunn hjá Félagi grunnskólakennara, sem segir þau orðin markmið skólastarfs og stýring, í stað þess að vera uppbyggilegt mælitæki. En Haraldar telur hættur vera samfara því að fella þau niður. Það sé hætta á því að kröfurnar fari ekki að miðast við getu nemandans heldur við það hvað nemandinn nenni að gera mikið. Og hann telur býsna marga grunnskólanemendur húðlata. Grunnskólakennarar leggja til að framhaldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskilyrði. Í stað samræmdra prófa í 10. bekk væri hægt að bera fyrir þá stöðluð, greinandi stöðupróf sem nemendur gætu leyst þegar þeir væru reiðubúnir. Haraldur telur þó að þeir lötustu teldu sig aldrei tilbúna. Þá finnst honum eðlilegt að mikill hluti skólastarfs fari einmitt í undirbúning fyrir samræmd próf og ef eitthvað er mætti íhuga að fjölga samræmdum könnunum í 4. og 7. bekk. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Félag grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Þau eru sögð gefa mjög takmarkaða mynd af hæfni nemenda og samræmd próf í 4. og 7. bekk leggi óeðlilegar kröfur á nemendur og geti haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Haraldur Ólafsson telur slík próf þó vera mikilvæga mælistiku fyrir kennara, nemendur og foreldra. Það sé í þessum könnunum í 4. og 7. bekk sem viðvörunarljósin kvikni ef eitthvað er að í kennslunni eða hjá nemendum og of seint ef það uppgötvast í lokaprófi í grunnskóla eða inntökuprófi í framhaldsskóla. Samræmd próf 10. bekkinga hljóta heldur ekki háa einkunn hjá Félagi grunnskólakennara, sem segir þau orðin markmið skólastarfs og stýring, í stað þess að vera uppbyggilegt mælitæki. En Haraldar telur hættur vera samfara því að fella þau niður. Það sé hætta á því að kröfurnar fari ekki að miðast við getu nemandans heldur við það hvað nemandinn nenni að gera mikið. Og hann telur býsna marga grunnskólanemendur húðlata. Grunnskólakennarar leggja til að framhaldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskilyrði. Í stað samræmdra prófa í 10. bekk væri hægt að bera fyrir þá stöðluð, greinandi stöðupróf sem nemendur gætu leyst þegar þeir væru reiðubúnir. Haraldur telur þó að þeir lötustu teldu sig aldrei tilbúna. Þá finnst honum eðlilegt að mikill hluti skólastarfs fari einmitt í undirbúning fyrir samræmd próf og ef eitthvað er mætti íhuga að fjölga samræmdum könnunum í 4. og 7. bekk.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira