Eiður hefur litlar áhyggjur 22. febrúar 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla." Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Fleiri fréttir Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Ísland lauk keppni á EM Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla."
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Fleiri fréttir Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Ísland lauk keppni á EM Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Sjá meira