Misskipting fer vaxandi 16. febrúar 2005 00:01 Fjárhagsaðstoð í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins er tvöfalt hærri nú en fyrir fimm árum og nær nú einum og hálfum milljarði á ári. Fjárhagsaðstoð í Reykjavík er allt að tífalt hærri en í öðrum sveitarfélögum og um 85 prósent fjárhagsaðstoðarinnar í heild, eða 1,2 milljarðar. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í vikunni. Fjárhagsaðstoð á hvern íbúa í Reykjavík er að meðaltali rúmar tíu þúsund krónur á ári. Það er allt að tíu sinnum hærri upphæð en í fimm stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur þar sem fjárhagsaðstoð er að meðaltali á bilinu 1.100 til 3.200 á hvern íbúa. "Þessi hækkun sýnir að fátækt og misskipting fer vaxandi auk þess sem hlutdeild heimilanna í gjaldtöku ýmiss konar eins og í heilbrigðisþjónustunni hefur aukist," segir Jóhanna. "Í svari félagsmálaráðherra kom fram að í þessum sveitarfélögum voru barnlausir karlmenn flestir þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð og voru þeir yfirleitt helmingi fleiri en barnlausar konur. Mér finnst að það þurfi að leita skýringa á því. Sennilega er töluvert um forsjárlausa menn sem fara út af heimilum vegna skilnaðar og eru þá húsnæðislausir," segir Jóhanna. "Einnig kom fram að á tímabilinu 2000 til 2002 fjölgaði þeim sem fá fjárhagsaðstoð hjá öllum sveitarfélögum á landinu úr 4.612 manns í 5.930 eða um liðlega 1.300 manns," bendir hún á. "Það lítur út fyrir að ríkið sé að ýta framfærslukostnaði margra einstaklinga yfir á sveitarfélögin," segir Jóhanna. Jóhanna segir að samkvæmt tölum frá Hagstofunni sé meðalupphæð fjárhagsaðstoðar á hvert heimili í Reykjavík á árunum 2001 og 2002 um 280 þúsund krónur, en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sé meðalupphæðin um 100 þúsund krónum lægri. "Ef litið er til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins greiddu þau á þessum árum 131 þúsund krónur að meðaltali á hvert heimili sem naut fjárhagsaðstoðar. Reykjavík greiðir því ríflega tvöfalt meira en sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins með hverju heimili sem fær fjárhagsaðstoð," segir Jóhanna. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fjárhagsaðstoð í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins er tvöfalt hærri nú en fyrir fimm árum og nær nú einum og hálfum milljarði á ári. Fjárhagsaðstoð í Reykjavík er allt að tífalt hærri en í öðrum sveitarfélögum og um 85 prósent fjárhagsaðstoðarinnar í heild, eða 1,2 milljarðar. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í vikunni. Fjárhagsaðstoð á hvern íbúa í Reykjavík er að meðaltali rúmar tíu þúsund krónur á ári. Það er allt að tíu sinnum hærri upphæð en í fimm stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur þar sem fjárhagsaðstoð er að meðaltali á bilinu 1.100 til 3.200 á hvern íbúa. "Þessi hækkun sýnir að fátækt og misskipting fer vaxandi auk þess sem hlutdeild heimilanna í gjaldtöku ýmiss konar eins og í heilbrigðisþjónustunni hefur aukist," segir Jóhanna. "Í svari félagsmálaráðherra kom fram að í þessum sveitarfélögum voru barnlausir karlmenn flestir þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð og voru þeir yfirleitt helmingi fleiri en barnlausar konur. Mér finnst að það þurfi að leita skýringa á því. Sennilega er töluvert um forsjárlausa menn sem fara út af heimilum vegna skilnaðar og eru þá húsnæðislausir," segir Jóhanna. "Einnig kom fram að á tímabilinu 2000 til 2002 fjölgaði þeim sem fá fjárhagsaðstoð hjá öllum sveitarfélögum á landinu úr 4.612 manns í 5.930 eða um liðlega 1.300 manns," bendir hún á. "Það lítur út fyrir að ríkið sé að ýta framfærslukostnaði margra einstaklinga yfir á sveitarfélögin," segir Jóhanna. Jóhanna segir að samkvæmt tölum frá Hagstofunni sé meðalupphæð fjárhagsaðstoðar á hvert heimili í Reykjavík á árunum 2001 og 2002 um 280 þúsund krónur, en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sé meðalupphæðin um 100 þúsund krónum lægri. "Ef litið er til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins greiddu þau á þessum árum 131 þúsund krónur að meðaltali á hvert heimili sem naut fjárhagsaðstoðar. Reykjavík greiðir því ríflega tvöfalt meira en sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins með hverju heimili sem fær fjárhagsaðstoð," segir Jóhanna.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent