Stórt skref stigið á Alþingi 16. febrúar 2005 00:01 Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira