Gagnagrunnur um líffæragjafa 3. febrúar 2005 00:01 Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira