Breytinga er að vænta, segir Viggó 1. febrúar 2005 00:01 Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti." Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti."
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira