Blómkál gegn krabbameini 1. febrúar 2005 00:01 Ömmur hafa tíðum brýnt fyrir börnum að borða allt grænmetið á diskinum. Ömmur hafa alltaf vitað að grænmeti er hollt en nú lítur út fyrir að vísindamenn séu að komast að hinu sama. Nýjar rannsóknir benda nefnilega til þess að efni sem finnast í hvítkáli, spergilkáli, rósakáli og blómkáli séu til þess fallin að koma í veg fyrir krabbamein. Til þess að skoða þetta betur ætla vísindamenn í Cardiff í Wales að gera víðtæka rannsókn á þessu fyrirbæri, einkum með tilliti til þess hvort efni sem þeir kalla DIM geti snúið við krabbameini á frumstigi í leghálsi og eða hvort efnið geti komið í veg fyrir að krabbameinið þróist enn frekar. DIM er efni sem myndast í líkamanum við meltingu grænmetis á borð við hvítkál og spergilkál. Heilsa Matur Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið
Ömmur hafa tíðum brýnt fyrir börnum að borða allt grænmetið á diskinum. Ömmur hafa alltaf vitað að grænmeti er hollt en nú lítur út fyrir að vísindamenn séu að komast að hinu sama. Nýjar rannsóknir benda nefnilega til þess að efni sem finnast í hvítkáli, spergilkáli, rósakáli og blómkáli séu til þess fallin að koma í veg fyrir krabbamein. Til þess að skoða þetta betur ætla vísindamenn í Cardiff í Wales að gera víðtæka rannsókn á þessu fyrirbæri, einkum með tilliti til þess hvort efni sem þeir kalla DIM geti snúið við krabbameini á frumstigi í leghálsi og eða hvort efnið geti komið í veg fyrir að krabbameinið þróist enn frekar. DIM er efni sem myndast í líkamanum við meltingu grænmetis á borð við hvítkál og spergilkál.
Heilsa Matur Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið