Blómkál gegn krabbameini 1. febrúar 2005 00:01 Ömmur hafa tíðum brýnt fyrir börnum að borða allt grænmetið á diskinum. Ömmur hafa alltaf vitað að grænmeti er hollt en nú lítur út fyrir að vísindamenn séu að komast að hinu sama. Nýjar rannsóknir benda nefnilega til þess að efni sem finnast í hvítkáli, spergilkáli, rósakáli og blómkáli séu til þess fallin að koma í veg fyrir krabbamein. Til þess að skoða þetta betur ætla vísindamenn í Cardiff í Wales að gera víðtæka rannsókn á þessu fyrirbæri, einkum með tilliti til þess hvort efni sem þeir kalla DIM geti snúið við krabbameini á frumstigi í leghálsi og eða hvort efnið geti komið í veg fyrir að krabbameinið þróist enn frekar. DIM er efni sem myndast í líkamanum við meltingu grænmetis á borð við hvítkál og spergilkál. Heilsa Matur Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið
Ömmur hafa tíðum brýnt fyrir börnum að borða allt grænmetið á diskinum. Ömmur hafa alltaf vitað að grænmeti er hollt en nú lítur út fyrir að vísindamenn séu að komast að hinu sama. Nýjar rannsóknir benda nefnilega til þess að efni sem finnast í hvítkáli, spergilkáli, rósakáli og blómkáli séu til þess fallin að koma í veg fyrir krabbamein. Til þess að skoða þetta betur ætla vísindamenn í Cardiff í Wales að gera víðtæka rannsókn á þessu fyrirbæri, einkum með tilliti til þess hvort efni sem þeir kalla DIM geti snúið við krabbameini á frumstigi í leghálsi og eða hvort efnið geti komið í veg fyrir að krabbameinið þróist enn frekar. DIM er efni sem myndast í líkamanum við meltingu grænmetis á borð við hvítkál og spergilkál.
Heilsa Matur Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið