Heiftarleg markaðssetning 31. janúar 2005 00:01 Markaðssetningin á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann bendir á að framleiðandi lyfsins hafi farið í mikla auglýsingaherferð í Bandaríkjunum til að ná eyrum almennings. Þá sé frægur fundurinn sem haldinn var í Berlín, líklega fyrir tveimur og hálfu ári, á vegum fyrirtækisins. "Þar var einungis fjallað um Vioxx og þangað boðið stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi," rifjar hann upp. "Ég heyrði lýsingar af fundinum. Þar var talað daginn út og daginn inn um kosti lyfsins, en ekkert rætt um gallana. Mjög lituð umfjöllun. Svo var þessu ágæta fólki haldið uppi undir því yfirskini að þetta væri símenntun eða almenn fræðsla sem það var náttúrlega ekki. Það var eingöngu verið að vegsama þarna þetta eina lyf. Þetta er það dæmi sem ég hef heyrt um, en eflaust eru þau fleiri." Vioxx hefur verið tekið af markaði Í Evrópu og Bandaríkjunum vegna aukaverkana frá hjarta- og æðakerfi, sem geta valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Í kjölfarið ákváðu sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að taka þennan lyfjaflokk til gagngerrar skoðunar. Vioxx skilaði sínu Magnús segir að komið hafi á óvart að framleiðandinn skyldi sjálfur taka lyfið af markaði. Margir hefðu viljað skýra það með því að umfjöllunin hafi verið orðin svo erfið fyrir hann og fyrirtækið væri búið að fá inn margfalt meira en sem numið hefði öllum kostnaði sem lagður hefði verið út. Lyfið hefði þannig verið búið að skila sínu. "Það getur vel verið að það sé rétt, því Vioxx seldist alveg ótrúlega mikið," segir Magnús. Spurður um hugsanlegar málssóknir á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem sjúklingar telji sig hafa orðið fyrir af notkun þess segir hann að afar erfitt sé að sanna skaðsemi af völdum þess, nánast ómögulegt. Flestir sjúklinganna séu á þeim aldri að þeir geti verið farnir að fá æða- og hjartasjúkdóma af öðrum völdum. Þetta hafi meir að segja sýnt sig í thalidomid - málinu fyrr á árum. Þá hafi viðkomandi lyfjaframleiðandi getað náð samningum við fórnarlömbin. Sömu sögu hefði verið að segja um fyrstu getnaðarvarnartöflurnar sem hefðu haft í för með sér aukna hættu á tilteknum sjúkdómum. Tiltölulega fáir hefðu farið í málaferli. Þau hefðu orðið mjög langdregin og líklega litlu skilað. "Það er hægt að sýna fram á samband í stórum faraldsfræðirannsóknum, en afar erfitt að sanna þetta í einstökum tilvikum. Þar getur verið um að ræða sjúkling sem kominn er með alvarlegan kransæðasjúkdóm, fer að taka svona lyf og fær áfall. Hann hefði fengið áfall hvort eð var." Rannsakað hér Magnús segir að verið sé að undirbúa rannsóknir hér á landi undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar hjartalæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi, með þátttöku ýmissa lyfja- og heilbrigðisstofnana. "Við höfum mun betri möguleika hér á Íslandi heldur en margir annars staðar til þess að athuga Vioxx og skyld lyf, það er COX - 2 hemla. Fyrir fáeinum árum voru sett hér lög um lyfjagagnagrunn, sem fór í gang 2001. Rannsóknin mun beinast að því að athuga hvort þessi lyf valdi hjarta- og heilaáföllum hér. Hægt er að finna út hverjir hafa fengið hjarta- og heilaáföll á þessum tíma og fletta síðan upp í grunninum og athuga hvort þetta fólk hefur verið að taka þessi lyf. Það er svo borið saman við samanburðarhóp," segir Magnús og bætir við að tilskilin leyfi þurfi að liggja fyrir áður en farið sé í slíka rannsókn, því strangar reglur gildi til að mynda um gagnagrunninn. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Markaðssetningin á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann bendir á að framleiðandi lyfsins hafi farið í mikla auglýsingaherferð í Bandaríkjunum til að ná eyrum almennings. Þá sé frægur fundurinn sem haldinn var í Berlín, líklega fyrir tveimur og hálfu ári, á vegum fyrirtækisins. "Þar var einungis fjallað um Vioxx og þangað boðið stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi," rifjar hann upp. "Ég heyrði lýsingar af fundinum. Þar var talað daginn út og daginn inn um kosti lyfsins, en ekkert rætt um gallana. Mjög lituð umfjöllun. Svo var þessu ágæta fólki haldið uppi undir því yfirskini að þetta væri símenntun eða almenn fræðsla sem það var náttúrlega ekki. Það var eingöngu verið að vegsama þarna þetta eina lyf. Þetta er það dæmi sem ég hef heyrt um, en eflaust eru þau fleiri." Vioxx hefur verið tekið af markaði Í Evrópu og Bandaríkjunum vegna aukaverkana frá hjarta- og æðakerfi, sem geta valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Í kjölfarið ákváðu sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að taka þennan lyfjaflokk til gagngerrar skoðunar. Vioxx skilaði sínu Magnús segir að komið hafi á óvart að framleiðandinn skyldi sjálfur taka lyfið af markaði. Margir hefðu viljað skýra það með því að umfjöllunin hafi verið orðin svo erfið fyrir hann og fyrirtækið væri búið að fá inn margfalt meira en sem numið hefði öllum kostnaði sem lagður hefði verið út. Lyfið hefði þannig verið búið að skila sínu. "Það getur vel verið að það sé rétt, því Vioxx seldist alveg ótrúlega mikið," segir Magnús. Spurður um hugsanlegar málssóknir á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem sjúklingar telji sig hafa orðið fyrir af notkun þess segir hann að afar erfitt sé að sanna skaðsemi af völdum þess, nánast ómögulegt. Flestir sjúklinganna séu á þeim aldri að þeir geti verið farnir að fá æða- og hjartasjúkdóma af öðrum völdum. Þetta hafi meir að segja sýnt sig í thalidomid - málinu fyrr á árum. Þá hafi viðkomandi lyfjaframleiðandi getað náð samningum við fórnarlömbin. Sömu sögu hefði verið að segja um fyrstu getnaðarvarnartöflurnar sem hefðu haft í för með sér aukna hættu á tilteknum sjúkdómum. Tiltölulega fáir hefðu farið í málaferli. Þau hefðu orðið mjög langdregin og líklega litlu skilað. "Það er hægt að sýna fram á samband í stórum faraldsfræðirannsóknum, en afar erfitt að sanna þetta í einstökum tilvikum. Þar getur verið um að ræða sjúkling sem kominn er með alvarlegan kransæðasjúkdóm, fer að taka svona lyf og fær áfall. Hann hefði fengið áfall hvort eð var." Rannsakað hér Magnús segir að verið sé að undirbúa rannsóknir hér á landi undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar hjartalæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi, með þátttöku ýmissa lyfja- og heilbrigðisstofnana. "Við höfum mun betri möguleika hér á Íslandi heldur en margir annars staðar til þess að athuga Vioxx og skyld lyf, það er COX - 2 hemla. Fyrir fáeinum árum voru sett hér lög um lyfjagagnagrunn, sem fór í gang 2001. Rannsóknin mun beinast að því að athuga hvort þessi lyf valdi hjarta- og heilaáföllum hér. Hægt er að finna út hverjir hafa fengið hjarta- og heilaáföll á þessum tíma og fletta síðan upp í grunninum og athuga hvort þetta fólk hefur verið að taka þessi lyf. Það er svo borið saman við samanburðarhóp," segir Magnús og bætir við að tilskilin leyfi þurfi að liggja fyrir áður en farið sé í slíka rannsókn, því strangar reglur gildi til að mynda um gagnagrunninn.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira