Ofurforstjórar ekki með bílstjóra 31. janúar 2005 00:01 Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira