Þakplötur fuku og malbik fór af 30. janúar 2005 00:01 Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þakplötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Grjóthnullungar tókust á loft í vegaskarði við Möðrudal og skemmdust þar tveir bílar talsvert. Veðrið hafði þó gengið niður á flestum stöðum landsins um hádegi á sunnudag. Starfsmenn vegagerðarinnar í Vík lokuðu veginum við Mýrdalssand um eittleytið á aðfarnótt sunnudags af öryggisástæðum, en mikið leysingavatn rann yfir veginn á 300 metra kafla. Mikil rigning og hiti var á sandinum og sökum þess hversu mikill snjór var þar fyrir ruddist vatn ásamt klaka yfir veginn og þegar vatnshæðin var sem mest sást rétt í glitmerki á vegastikum. Lögreglan í Vík vaktaði veginn en vegagerðin tók hann í sundur á einum stað til að hleypa vatninu í gegn, og var vegurinn settur saman þegar vatnsstraumurinn hafði minnkað. Smávægilegar skemmdir urðu á veginum og þá helst að kantar losnuðu upp. Opnað var fyrir umferð um klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og var eðlileg umferð komin á skömmu eftir það. Skemmdir urðu einnig vegna hvassviðris á veginum í kringum Kvísker sunnan við Vatnajökul en í gærmorgunn náðu vindhviður á því svæði allt að 48 metrum á sekúndu. Á Möðrudalsöræfum, á veginum á milli Egilsstaða og Mývatns, fletti vindurinn malbikinu af veginum í heilu lagi og lagðist það saman, en um miðnætti á laugardag náði vindurinn þar 37 metrum á sekúndu í mestu hviðunum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þakplötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Grjóthnullungar tókust á loft í vegaskarði við Möðrudal og skemmdust þar tveir bílar talsvert. Veðrið hafði þó gengið niður á flestum stöðum landsins um hádegi á sunnudag. Starfsmenn vegagerðarinnar í Vík lokuðu veginum við Mýrdalssand um eittleytið á aðfarnótt sunnudags af öryggisástæðum, en mikið leysingavatn rann yfir veginn á 300 metra kafla. Mikil rigning og hiti var á sandinum og sökum þess hversu mikill snjór var þar fyrir ruddist vatn ásamt klaka yfir veginn og þegar vatnshæðin var sem mest sást rétt í glitmerki á vegastikum. Lögreglan í Vík vaktaði veginn en vegagerðin tók hann í sundur á einum stað til að hleypa vatninu í gegn, og var vegurinn settur saman þegar vatnsstraumurinn hafði minnkað. Smávægilegar skemmdir urðu á veginum og þá helst að kantar losnuðu upp. Opnað var fyrir umferð um klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og var eðlileg umferð komin á skömmu eftir það. Skemmdir urðu einnig vegna hvassviðris á veginum í kringum Kvísker sunnan við Vatnajökul en í gærmorgunn náðu vindhviður á því svæði allt að 48 metrum á sekúndu. Á Möðrudalsöræfum, á veginum á milli Egilsstaða og Mývatns, fletti vindurinn malbikinu af veginum í heilu lagi og lagðist það saman, en um miðnætti á laugardag náði vindurinn þar 37 metrum á sekúndu í mestu hviðunum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira