Írak leikur á reiðiskjálfi 29. janúar 2005 00:01 Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira