Eru ekki nógu góðir 28. janúar 2005 00:01 Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. henry@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. henry@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira