Slóvenar eru brothættir 24. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn