Rifbrotinn og allur lurkum laminn 17. janúar 2005 00:01 "Það er eitthvert lán yfir mér," sagði Nói Marteinsson, flutningabílstjóri á Tálknafirði, sem lenti í alvarlegu bílslysi í blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist niður snarbratta hlíð og stöðvaðist ekki fyrr en í farvegi Mikladalsár. Nói var á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Tálknafjörð þegar slysið varð á tólfta tímanum í gærdag. Hann var kominn rúmlega kílómetra fram í Mikladal þegar það átti sér stað. Á bílnum voru 5-6 tonn af fiski. "Það var þreifandi bylur, svo ég stoppaði. Bíllinn hefur verið kominn alveg út í kantinn, því þegar ég ók af stað aftur hélt hann áfram niður. Það er alveg snarbratt þarna niður, 150-200 metrar niður í árfarveginn." Nói sagði að bíllinn hefði aldrei oltið á allri þessari leið, heldur hefði hann "skrönglast niður á hjólunum". Það hefði ekki verið fyrr en hann stoppaði í árfarveginum sem hann fór á hliðina. Nói kvaðst hlutina hafa gerst svo hratt að hann hefði tæpast gert sér grein fyrir því sem hefði verið að gerast. Hann kvaðst hafa setið í bílnum allan tímann. Nói var með farsíma vasanum á kuldagalla sem hann var í. Þegar hann reyndi að ná sambandi reyndist það ekki hægt niðri í árfarveginum. Hann þurfti því að skreiðast langleiðina upp á veginn og þaðan gat hann hringt. Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn og flutti hann rakleiðis á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þaðan fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. "Það eru víst eitt eða tvö rif brotin," sagði hann. "Svo er ég allur lurkum laminn í öllum skrokknum eftir að hafa barist í húsinu niður. Það eru engin bílbelti í þessum bíl. Hann er ónýtur eftir þetta, það er ekkert öðru vísi en það." Fleiri voru í vandræðum vegna veðurs og hálku í gær og fyrradag. Kona með tvö börn í bíl sínum lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Bíllinn valt, en engin slys urðu á fólki. Þá fór flutningabíll út af veginum á heiðinni og aðstoðaði lögreglan á Hólmavík við að koma honum upp á veginn aftur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
"Það er eitthvert lán yfir mér," sagði Nói Marteinsson, flutningabílstjóri á Tálknafirði, sem lenti í alvarlegu bílslysi í blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist niður snarbratta hlíð og stöðvaðist ekki fyrr en í farvegi Mikladalsár. Nói var á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Tálknafjörð þegar slysið varð á tólfta tímanum í gærdag. Hann var kominn rúmlega kílómetra fram í Mikladal þegar það átti sér stað. Á bílnum voru 5-6 tonn af fiski. "Það var þreifandi bylur, svo ég stoppaði. Bíllinn hefur verið kominn alveg út í kantinn, því þegar ég ók af stað aftur hélt hann áfram niður. Það er alveg snarbratt þarna niður, 150-200 metrar niður í árfarveginn." Nói sagði að bíllinn hefði aldrei oltið á allri þessari leið, heldur hefði hann "skrönglast niður á hjólunum". Það hefði ekki verið fyrr en hann stoppaði í árfarveginum sem hann fór á hliðina. Nói kvaðst hlutina hafa gerst svo hratt að hann hefði tæpast gert sér grein fyrir því sem hefði verið að gerast. Hann kvaðst hafa setið í bílnum allan tímann. Nói var með farsíma vasanum á kuldagalla sem hann var í. Þegar hann reyndi að ná sambandi reyndist það ekki hægt niðri í árfarveginum. Hann þurfti því að skreiðast langleiðina upp á veginn og þaðan gat hann hringt. Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn og flutti hann rakleiðis á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þaðan fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. "Það eru víst eitt eða tvö rif brotin," sagði hann. "Svo er ég allur lurkum laminn í öllum skrokknum eftir að hafa barist í húsinu niður. Það eru engin bílbelti í þessum bíl. Hann er ónýtur eftir þetta, það er ekkert öðru vísi en það." Fleiri voru í vandræðum vegna veðurs og hálku í gær og fyrradag. Kona með tvö börn í bíl sínum lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Bíllinn valt, en engin slys urðu á fólki. Þá fór flutningabíll út af veginum á heiðinni og aðstoðaði lögreglan á Hólmavík við að koma honum upp á veginn aftur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira