Trúa börnunum en vantar sannanir 16. janúar 2005 00:01 Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira