Súðavík flutt 16. janúar 2005 00:01 Heimamaður í Súðavík hafði á orði við blaðamann að það væri með hreinum ólíkindum að byggðin hefði verið flutt til á sínum tíma. Hann vissi ekki hverjum hefði fyrst dottið í hug að færa byggðarlagið en sagði flesta sem að komu hafa gripið hugmyndina á lofti. Það þurfti kraft og dirfsku til að ráðast í framkvæmdina og með samhentu átaki heimamanna og annarra tókst það. Þorpið var flutt undan Súðavíkurhlíðinni skelfilegu á öruggt svæði innar í firðinum. Sveitastjórinn hafði fáum dögum fyrir flóðið gengið frá kaupsamningi á jörðinni sem byggt var á. Þar hafði skólinn áður verið reistur, á skika sem sveitarfélaginu var gefinn. Í nýju byggðinni standa bæði ný hús og eldri sem flutt voru af hættusvæðinu. Undir hlíðinni eru enn tugir húsa sem fólk hefst við í á sumrin. Þá margfaldast íbúafjöldi Súðavíkur, sem alla jafna er 180 manns, og allt iðar af lífi og fjöri. GAMLA BYGGÐIN. Ljós loga í húsunum í gömlu byggðinni í Súðavík yfir vetrarmánuðina. Húsin eru kynt með rafmagni og slökkni ljósin sjá heimamenn að rafmagnið hefur farið af. Geta þeir þá brugðist við svo ekki frjósi í leiðslum. Sérstakt er að horfa á týruna í gluggum gömlu húsanna, vitandi að fólk er ekki væntanlegt til dvalar fyrr en með vorinu.ALLT TIL ALLS. Öll þjónusta er undir einu þaki í nýju byggðinni í Súðavík. Hreppsskrifstofurnar, heilsugæsluselið, sparisjóðurinn, pósthúsið, veitingastaðurinn, verslunin og bensínstöðin. Allt á einum stað.BÖRN AÐ LEIK. Ungviðið í Súðavík réð sér ekki fyrir kæti yfir fannferginu í þorpinu á dögunum. Börnin í leikskólanum mokuðu snjónum til og frá eða renndu sér á þotum. Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Heimamaður í Súðavík hafði á orði við blaðamann að það væri með hreinum ólíkindum að byggðin hefði verið flutt til á sínum tíma. Hann vissi ekki hverjum hefði fyrst dottið í hug að færa byggðarlagið en sagði flesta sem að komu hafa gripið hugmyndina á lofti. Það þurfti kraft og dirfsku til að ráðast í framkvæmdina og með samhentu átaki heimamanna og annarra tókst það. Þorpið var flutt undan Súðavíkurhlíðinni skelfilegu á öruggt svæði innar í firðinum. Sveitastjórinn hafði fáum dögum fyrir flóðið gengið frá kaupsamningi á jörðinni sem byggt var á. Þar hafði skólinn áður verið reistur, á skika sem sveitarfélaginu var gefinn. Í nýju byggðinni standa bæði ný hús og eldri sem flutt voru af hættusvæðinu. Undir hlíðinni eru enn tugir húsa sem fólk hefst við í á sumrin. Þá margfaldast íbúafjöldi Súðavíkur, sem alla jafna er 180 manns, og allt iðar af lífi og fjöri. GAMLA BYGGÐIN. Ljós loga í húsunum í gömlu byggðinni í Súðavík yfir vetrarmánuðina. Húsin eru kynt með rafmagni og slökkni ljósin sjá heimamenn að rafmagnið hefur farið af. Geta þeir þá brugðist við svo ekki frjósi í leiðslum. Sérstakt er að horfa á týruna í gluggum gömlu húsanna, vitandi að fólk er ekki væntanlegt til dvalar fyrr en með vorinu.ALLT TIL ALLS. Öll þjónusta er undir einu þaki í nýju byggðinni í Súðavík. Hreppsskrifstofurnar, heilsugæsluselið, sparisjóðurinn, pósthúsið, veitingastaðurinn, verslunin og bensínstöðin. Allt á einum stað.BÖRN AÐ LEIK. Ungviðið í Súðavík réð sér ekki fyrir kæti yfir fannferginu í þorpinu á dögunum. Börnin í leikskólanum mokuðu snjónum til og frá eða renndu sér á þotum.
Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira