Súðavík flutt 16. janúar 2005 00:01 Heimamaður í Súðavík hafði á orði við blaðamann að það væri með hreinum ólíkindum að byggðin hefði verið flutt til á sínum tíma. Hann vissi ekki hverjum hefði fyrst dottið í hug að færa byggðarlagið en sagði flesta sem að komu hafa gripið hugmyndina á lofti. Það þurfti kraft og dirfsku til að ráðast í framkvæmdina og með samhentu átaki heimamanna og annarra tókst það. Þorpið var flutt undan Súðavíkurhlíðinni skelfilegu á öruggt svæði innar í firðinum. Sveitastjórinn hafði fáum dögum fyrir flóðið gengið frá kaupsamningi á jörðinni sem byggt var á. Þar hafði skólinn áður verið reistur, á skika sem sveitarfélaginu var gefinn. Í nýju byggðinni standa bæði ný hús og eldri sem flutt voru af hættusvæðinu. Undir hlíðinni eru enn tugir húsa sem fólk hefst við í á sumrin. Þá margfaldast íbúafjöldi Súðavíkur, sem alla jafna er 180 manns, og allt iðar af lífi og fjöri. GAMLA BYGGÐIN. Ljós loga í húsunum í gömlu byggðinni í Súðavík yfir vetrarmánuðina. Húsin eru kynt með rafmagni og slökkni ljósin sjá heimamenn að rafmagnið hefur farið af. Geta þeir þá brugðist við svo ekki frjósi í leiðslum. Sérstakt er að horfa á týruna í gluggum gömlu húsanna, vitandi að fólk er ekki væntanlegt til dvalar fyrr en með vorinu.ALLT TIL ALLS. Öll þjónusta er undir einu þaki í nýju byggðinni í Súðavík. Hreppsskrifstofurnar, heilsugæsluselið, sparisjóðurinn, pósthúsið, veitingastaðurinn, verslunin og bensínstöðin. Allt á einum stað.BÖRN AÐ LEIK. Ungviðið í Súðavík réð sér ekki fyrir kæti yfir fannferginu í þorpinu á dögunum. Börnin í leikskólanum mokuðu snjónum til og frá eða renndu sér á þotum. Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Heimamaður í Súðavík hafði á orði við blaðamann að það væri með hreinum ólíkindum að byggðin hefði verið flutt til á sínum tíma. Hann vissi ekki hverjum hefði fyrst dottið í hug að færa byggðarlagið en sagði flesta sem að komu hafa gripið hugmyndina á lofti. Það þurfti kraft og dirfsku til að ráðast í framkvæmdina og með samhentu átaki heimamanna og annarra tókst það. Þorpið var flutt undan Súðavíkurhlíðinni skelfilegu á öruggt svæði innar í firðinum. Sveitastjórinn hafði fáum dögum fyrir flóðið gengið frá kaupsamningi á jörðinni sem byggt var á. Þar hafði skólinn áður verið reistur, á skika sem sveitarfélaginu var gefinn. Í nýju byggðinni standa bæði ný hús og eldri sem flutt voru af hættusvæðinu. Undir hlíðinni eru enn tugir húsa sem fólk hefst við í á sumrin. Þá margfaldast íbúafjöldi Súðavíkur, sem alla jafna er 180 manns, og allt iðar af lífi og fjöri. GAMLA BYGGÐIN. Ljós loga í húsunum í gömlu byggðinni í Súðavík yfir vetrarmánuðina. Húsin eru kynt með rafmagni og slökkni ljósin sjá heimamenn að rafmagnið hefur farið af. Geta þeir þá brugðist við svo ekki frjósi í leiðslum. Sérstakt er að horfa á týruna í gluggum gömlu húsanna, vitandi að fólk er ekki væntanlegt til dvalar fyrr en með vorinu.ALLT TIL ALLS. Öll þjónusta er undir einu þaki í nýju byggðinni í Súðavík. Hreppsskrifstofurnar, heilsugæsluselið, sparisjóðurinn, pósthúsið, veitingastaðurinn, verslunin og bensínstöðin. Allt á einum stað.BÖRN AÐ LEIK. Ungviðið í Súðavík réð sér ekki fyrir kæti yfir fannferginu í þorpinu á dögunum. Börnin í leikskólanum mokuðu snjónum til og frá eða renndu sér á þotum.
Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira