Hús rýmd vegna snjóflóðahættu 3. janúar 2005 00:01 Stórt snjóflóð sem talið er hafa verið allt að 150 metra breitt féll á Skutulsfjarðarbraut, aðalgötu Ísafjarðarbæjar, síðdegis í gær. Flóðið eyðilagði ljósastaur og lenti á snjóruðningstæki en ökumaðurinn þess slapp. Þrjú önnur snjóflóð féllu á Vestfjörðum. Eitt þeirra féll á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, annað á Hnífsdalsveg og hið þriðja féll við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Hús hafa verið rýmd og hafa um 160 manns yfirgefið heimili sín á Ísafirði, Bolungarvík, Hnífsdal, Dýrafirði, Önundarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld en aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Á miðnætti var umferð um aðalgötuna lokað, samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Nefndin ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Um 60 björgunarsveitarmenn frá 11 björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum víða um land í gær. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var á ferðinni á Hellisheiði til aðstoðar við bílstjóra sem áttu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar. Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu hafa verið að störfum frá því um miðjan dag vegna veðurs og ófærðar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning. Segja má að allar björgunarsveitir á Vestfjörðum hafi verið að störfum í dag vegna mikillar ófærðar og óveðurs. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt verði að mokstri en ólíklegt sé að af því verði eins og spáin sé. Veðurstofan spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Stórt snjóflóð sem talið er hafa verið allt að 150 metra breitt féll á Skutulsfjarðarbraut, aðalgötu Ísafjarðarbæjar, síðdegis í gær. Flóðið eyðilagði ljósastaur og lenti á snjóruðningstæki en ökumaðurinn þess slapp. Þrjú önnur snjóflóð féllu á Vestfjörðum. Eitt þeirra féll á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, annað á Hnífsdalsveg og hið þriðja féll við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Hús hafa verið rýmd og hafa um 160 manns yfirgefið heimili sín á Ísafirði, Bolungarvík, Hnífsdal, Dýrafirði, Önundarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld en aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Á miðnætti var umferð um aðalgötuna lokað, samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Nefndin ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Um 60 björgunarsveitarmenn frá 11 björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum víða um land í gær. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var á ferðinni á Hellisheiði til aðstoðar við bílstjóra sem áttu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar. Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu hafa verið að störfum frá því um miðjan dag vegna veðurs og ófærðar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning. Segja má að allar björgunarsveitir á Vestfjörðum hafi verið að störfum í dag vegna mikillar ófærðar og óveðurs. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt verði að mokstri en ólíklegt sé að af því verði eins og spáin sé. Veðurstofan spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira