Þekkingin eyðir ótta! 21. nóvember 2005 06:00 Geðklofi virðist vera sá sjúkdómur sem hvað mestan ótta vekur miðað við aðra geðsjúkdóma. En hvað veldur þessum ótta? Þekkingarleysi. Þessi sjúkdómur er líka þess eðlis að viðkomandi er oft ekki fær um að bera hönd fyrir höfuð sér og berjast fyrir sjálfssögðum mannréttindum og virðingu í samfélaginu. Í Kastljósi þann 31. október síðastliðinn var viðtal við húsnæðislausan rúmlega þrítugan mann sem lifað hefur með geðklofa í tíu ár. Það vakti athygli mína hvað þessi maður kom vel fyrir. Ég ræddi þetta við geðlækni sem var sama sinnis, fannst viðkomandi koma öllu mjög skýrt og vel frá sér, og bætti við að ef hann hefði ekki vitað um sjúkdóminn hefði hann ekki grunað að viðkomandi væri greindur geðklofi. Þessi ungi maður er einmitt gott dæmi um hversu góðan bata einstaklingar með geðklofa geta hlotið með sjálfshjálp, að þekkja hættumerki sjúkdómsins, hjálp frábærra lyfja, og viðeigandi meðferðar fagaðila að ógleymdum stuðningi fjölskyldunnar sem er einn stærsti hlekkurinn í bataferlinu. Alls konar ranghugmyndir og fordómar viðhafast um þennan geðsjúkdóm. T.d. að viðkomandi sé margar persónur og sé ofbeldishneigður svo eitthvað sé nefnt. En báðar ofantaldar staðhæfingar eru rangar. Þessir einstaklingar eru ekki margar persónur né ofbeldishneigðari en gerist meðal almennings samkvæmt rannsóknum. Þeir einstaklingar sem greinast með sjúkdóminn og eru hættulegir sér og umhverfi sínu fá vistun á viðeigandi stofnun. En það eru mun færri einstaklingar en þeir sem eru úti í samfélaginu. Lesandi góður, ef þú ert haldinn hræðslu eða fordómum gagnvart geðklofa, þá er einfalt að nálgast bæklinga á heilsugæslustöðvum, í apótekum og víðar um sjúkdóminn, auk þess er hægt að fara inn á Internetið, t.d Netdoktor.is o.fl. Því þekking eyðir ótta! Undirrituð hefur verið í aðstandendahóp Geðhjálpar síðan í vor. 30. október síðastliðinn var hann formlega stofnaður með yfirskriftinni "Fram í dagsljósið". Já, það er einmitt eitt af þeim mikilvægu sporum sem aðstandendahópur Geðhjálpar ætlar að stíga í framtíðinni. Það gladdi okkur að húsfyllir var á fundinum og það er augljóst að róttækra aðgerða er þörf. Hópurinn starfar á grundvelli 10. gr. laga Geðhjálpar. MIKILVÆGUSTU MARKMIÐ HÓPSINS ERU: - Að berjast fyrir því að þeir sem þjást af geðsjúkdómum og aðstandendur þeirra njóti sömu mannréttinda og virðingar og aðrir í samfélaginu. - Að vinna gegn fordómum og vanþekkingu á geðsjúkdómum og afleiðingum þeirra. Þetta þýðir að: - Hópurinn berst fyrir bestu þjónustu sem völ er á og endurhæfingu sem tekur mið af þörfum hvers og eins; - Hópurinn beitir sér fyrir fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra fyrir þá sem af þeim þjást. Til að fá aðild í aðstandendahóp Geðhjálpar er skilyrði að ganga í Geðhjálp þar sem hópurinn starfar undir hatti félagsins. Við hvetjum aðstandendur og áhugafólk til að ganga til liðs við okkur. Áhugasamir hafi samband við Geðhjálp, Túngötu 7 Reykjavík, sími 570 1700. Aðstandendahópur Geðhjálpar horfir fyrst til búsetu- og endurhæfingalausna auk fræðslu. Verkefnin eru mörg og mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að úrræðum koma, að ógleymdum notendum og aðstandendum, séu í samráði og forgangsröðun. Mig langar að færa öllu því góða og frábæra fólki innan Geðhjálpar, aðstandendahópnum og öðrum sem hafa lagt ómælda vinnu í málaflokkinn og skapað umræðu; hjartans þakkir. Sérstakar þakkir fá hæstvirtur félagsmálaráðherra Árni Magnússon og hæstvirtur heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson fyrir að leggja sín lóð á vogarskálarnar með auðsýndum áhuga og skilningi að sögn talsmanna okkar í aðstandendahópnum. Okkar frábæra leikkona, Edda Heiðrún Backman, sagði nýverið í viðtali í Ríkissjónvarpinu varðandi MND-sjúkdóm sinn og hvernig hún tækist á við hann, að hún liti á þetta sem verkefni en ekki veikindi. Þetta þótti mér falleg og uppbyggileg setning. Það er gott að það er til fólk eins og hún, sjúkum og aðstandendum til hvatningar í erfiðum sporum. Ég ætla að hafa fallegu fleygu setninguna hennar Eddu Heiðrúnar að leiðarljósi og líta á veikindi míns ástvinar sem verðugt verkefni, horfa á styrkleika hans, því að það er svo sannarlega gefandi. Ég leyfi mér hér með að stíga fram í dagsljósið og er stolt af því. Fólk velur sér nefnilega ekki sjúkdóma, en það er samdóma álit hópsins að geðjúkdómar þurfa að fá sömu umfjöllun og aðrir sjúkdómar. Höfundur starfar með aðstandendahóp innan Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Geðklofi virðist vera sá sjúkdómur sem hvað mestan ótta vekur miðað við aðra geðsjúkdóma. En hvað veldur þessum ótta? Þekkingarleysi. Þessi sjúkdómur er líka þess eðlis að viðkomandi er oft ekki fær um að bera hönd fyrir höfuð sér og berjast fyrir sjálfssögðum mannréttindum og virðingu í samfélaginu. Í Kastljósi þann 31. október síðastliðinn var viðtal við húsnæðislausan rúmlega þrítugan mann sem lifað hefur með geðklofa í tíu ár. Það vakti athygli mína hvað þessi maður kom vel fyrir. Ég ræddi þetta við geðlækni sem var sama sinnis, fannst viðkomandi koma öllu mjög skýrt og vel frá sér, og bætti við að ef hann hefði ekki vitað um sjúkdóminn hefði hann ekki grunað að viðkomandi væri greindur geðklofi. Þessi ungi maður er einmitt gott dæmi um hversu góðan bata einstaklingar með geðklofa geta hlotið með sjálfshjálp, að þekkja hættumerki sjúkdómsins, hjálp frábærra lyfja, og viðeigandi meðferðar fagaðila að ógleymdum stuðningi fjölskyldunnar sem er einn stærsti hlekkurinn í bataferlinu. Alls konar ranghugmyndir og fordómar viðhafast um þennan geðsjúkdóm. T.d. að viðkomandi sé margar persónur og sé ofbeldishneigður svo eitthvað sé nefnt. En báðar ofantaldar staðhæfingar eru rangar. Þessir einstaklingar eru ekki margar persónur né ofbeldishneigðari en gerist meðal almennings samkvæmt rannsóknum. Þeir einstaklingar sem greinast með sjúkdóminn og eru hættulegir sér og umhverfi sínu fá vistun á viðeigandi stofnun. En það eru mun færri einstaklingar en þeir sem eru úti í samfélaginu. Lesandi góður, ef þú ert haldinn hræðslu eða fordómum gagnvart geðklofa, þá er einfalt að nálgast bæklinga á heilsugæslustöðvum, í apótekum og víðar um sjúkdóminn, auk þess er hægt að fara inn á Internetið, t.d Netdoktor.is o.fl. Því þekking eyðir ótta! Undirrituð hefur verið í aðstandendahóp Geðhjálpar síðan í vor. 30. október síðastliðinn var hann formlega stofnaður með yfirskriftinni "Fram í dagsljósið". Já, það er einmitt eitt af þeim mikilvægu sporum sem aðstandendahópur Geðhjálpar ætlar að stíga í framtíðinni. Það gladdi okkur að húsfyllir var á fundinum og það er augljóst að róttækra aðgerða er þörf. Hópurinn starfar á grundvelli 10. gr. laga Geðhjálpar. MIKILVÆGUSTU MARKMIÐ HÓPSINS ERU: - Að berjast fyrir því að þeir sem þjást af geðsjúkdómum og aðstandendur þeirra njóti sömu mannréttinda og virðingar og aðrir í samfélaginu. - Að vinna gegn fordómum og vanþekkingu á geðsjúkdómum og afleiðingum þeirra. Þetta þýðir að: - Hópurinn berst fyrir bestu þjónustu sem völ er á og endurhæfingu sem tekur mið af þörfum hvers og eins; - Hópurinn beitir sér fyrir fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra fyrir þá sem af þeim þjást. Til að fá aðild í aðstandendahóp Geðhjálpar er skilyrði að ganga í Geðhjálp þar sem hópurinn starfar undir hatti félagsins. Við hvetjum aðstandendur og áhugafólk til að ganga til liðs við okkur. Áhugasamir hafi samband við Geðhjálp, Túngötu 7 Reykjavík, sími 570 1700. Aðstandendahópur Geðhjálpar horfir fyrst til búsetu- og endurhæfingalausna auk fræðslu. Verkefnin eru mörg og mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að úrræðum koma, að ógleymdum notendum og aðstandendum, séu í samráði og forgangsröðun. Mig langar að færa öllu því góða og frábæra fólki innan Geðhjálpar, aðstandendahópnum og öðrum sem hafa lagt ómælda vinnu í málaflokkinn og skapað umræðu; hjartans þakkir. Sérstakar þakkir fá hæstvirtur félagsmálaráðherra Árni Magnússon og hæstvirtur heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson fyrir að leggja sín lóð á vogarskálarnar með auðsýndum áhuga og skilningi að sögn talsmanna okkar í aðstandendahópnum. Okkar frábæra leikkona, Edda Heiðrún Backman, sagði nýverið í viðtali í Ríkissjónvarpinu varðandi MND-sjúkdóm sinn og hvernig hún tækist á við hann, að hún liti á þetta sem verkefni en ekki veikindi. Þetta þótti mér falleg og uppbyggileg setning. Það er gott að það er til fólk eins og hún, sjúkum og aðstandendum til hvatningar í erfiðum sporum. Ég ætla að hafa fallegu fleygu setninguna hennar Eddu Heiðrúnar að leiðarljósi og líta á veikindi míns ástvinar sem verðugt verkefni, horfa á styrkleika hans, því að það er svo sannarlega gefandi. Ég leyfi mér hér með að stíga fram í dagsljósið og er stolt af því. Fólk velur sér nefnilega ekki sjúkdóma, en það er samdóma álit hópsins að geðjúkdómar þurfa að fá sömu umfjöllun og aðrir sjúkdómar. Höfundur starfar með aðstandendahóp innan Geðhjálpar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun