Veitt of mikið fyrir 30 árum 17. nóvember 2005 05:00 Leiðari Fréttablaðsins þann 10. nóvember endurómar fullyrðingar Hafró um að veitt hafi verið umfram ráðgjöf í 30 ár. Nokkurs konar uppsafnaður vandi stjórnmálamanna og gráðugra sjómanna. Það er ekki hægt að líkja afrakstri fiskstofns við vexti á bankabók. Það eru mjög vafasöm fræði að hægt sé að geyma fisk um árabil í hafinu og láta hann vaxa. Vöxtur einstaklinga hlýtur að fara eftir fæðuframboði og fjölda einstaklinga sem eru í samkeppni um fæðuna. Þetta er álíka og ef að einhver bóndi léti sér detta í hug að slá annað hvort ár og fá sama heyfeng og slægi hann árlega. Ekki er bóndanum heldur straffað ef hann slær tvisvar, sprettan árið eftir verður sú sama, ef ekki meiri, minni sina og grasið tekur fyrr við sér. Þá myndi bóndanum þykja fjarstæðukennt að kenna afa sínum um lélega uppskeru, en gamli maðurinn var vanur að slá niður í rót. Það verður að skoða rök Hafró um umframveiði í þessu ljósi: Þeir kenna uppsafnaðri veiði umfram ráðleggingar, takið eftir umfram ráðleggingar, vera orsök minni þorskstofns nú. Í sjálfu sér er það alger líffræðileg della að rekja afrakstur Íslandsmiða nú út frá meintri umframveiði fyrir mörgum áratugum síðan. Miklu nær væri að líta til þeirra skilyrða sem nú eru í lífríkinu og samspils fæðuframboðs og vaxtar. Staðreynd málsins er hins vegar sú að 1983 lögðu þeir til að dregið yrði úr afla, frá 300 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn til þess að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins, en aflinn hafði þá minnkað úr 480 þúsund tonnum 1981 eftir að farið hafði verið að ráðleggingum Hafró um stækkun möskva til að auka nýtingu stofnsins, leyfa fiskinum að vaxa eins og sagt var. Þegar ráðlegging um stækkun möskva hafði brugðist, vegna þess að fæðuframboðið stóð ekki undir aukinni friðun, fiskurinn léttist og féll úr hor, hljóðaði ráðgjöfin upp á frekari aflasamdrátt. Allir vita hvernig komið er, aflinn er um 200 þúsund tonn, nokkuð sem þótti arfaslakt þegar lagt var af stað með ráðgjöfina. Nú, 23 árum seinna, er nýjasta og frumlegasta ráðgjöfin: Veiða minna því of mikið hefur verið veitt undanfarin 30 ár! Haldinn er fundur þar sem valdir erlendir valinkunnir sérfræðingar eru látnir taka undir splunkunýja ráðgjöf sem er að veiða enn minna. Hvernig ætli fjárstofn og beitarlönd litu út hjá bónda sem hætti að slátra í nokkur ár? Ein röksemdin er sögð vera að hnignun "þorskstofnsins sé ekki sér íslenskt fyrirbrigði því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra". Hvernig væri að snúa röksemdafærslunni við og segja: Alls staðar þar sem reynt hefur verið að byggja upp þorskstofna með því að draga úr veiðum er niðurstaðan á einn veg: Afli hefur minnkað og stofnarnir mælast miklu minni en þegar lagt var af stað í uppbyggingu með friðun. Þetta á við um Norðursjóinn þar sem þorskafli er orðinn sáralítill, enda búið að farga flotanum, írska hafið þar sem afli hefur fallið úr 15 þúsund tonnum í 3 þúsund tonn eftir um 20 ára niðurskurð samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins og allir þekkja Kanadadæmið þar sem miðunum var lokað eftir nokkurra ára tilraunir með því að stunda sams konar kjörveiði, allt að ráðum fiskifræðinga. Í lokin er rétt að nefna ástand þorskstofnsins í Barentshafi, en þar hefur það verið reglan að um áratuga skeið hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist sem þorskstofninn þar gefi gríðarlegan afla langt umfram væntingar og allar hrakspár. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Leiðari Fréttablaðsins þann 10. nóvember endurómar fullyrðingar Hafró um að veitt hafi verið umfram ráðgjöf í 30 ár. Nokkurs konar uppsafnaður vandi stjórnmálamanna og gráðugra sjómanna. Það er ekki hægt að líkja afrakstri fiskstofns við vexti á bankabók. Það eru mjög vafasöm fræði að hægt sé að geyma fisk um árabil í hafinu og láta hann vaxa. Vöxtur einstaklinga hlýtur að fara eftir fæðuframboði og fjölda einstaklinga sem eru í samkeppni um fæðuna. Þetta er álíka og ef að einhver bóndi léti sér detta í hug að slá annað hvort ár og fá sama heyfeng og slægi hann árlega. Ekki er bóndanum heldur straffað ef hann slær tvisvar, sprettan árið eftir verður sú sama, ef ekki meiri, minni sina og grasið tekur fyrr við sér. Þá myndi bóndanum þykja fjarstæðukennt að kenna afa sínum um lélega uppskeru, en gamli maðurinn var vanur að slá niður í rót. Það verður að skoða rök Hafró um umframveiði í þessu ljósi: Þeir kenna uppsafnaðri veiði umfram ráðleggingar, takið eftir umfram ráðleggingar, vera orsök minni þorskstofns nú. Í sjálfu sér er það alger líffræðileg della að rekja afrakstur Íslandsmiða nú út frá meintri umframveiði fyrir mörgum áratugum síðan. Miklu nær væri að líta til þeirra skilyrða sem nú eru í lífríkinu og samspils fæðuframboðs og vaxtar. Staðreynd málsins er hins vegar sú að 1983 lögðu þeir til að dregið yrði úr afla, frá 300 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn til þess að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins, en aflinn hafði þá minnkað úr 480 þúsund tonnum 1981 eftir að farið hafði verið að ráðleggingum Hafró um stækkun möskva til að auka nýtingu stofnsins, leyfa fiskinum að vaxa eins og sagt var. Þegar ráðlegging um stækkun möskva hafði brugðist, vegna þess að fæðuframboðið stóð ekki undir aukinni friðun, fiskurinn léttist og féll úr hor, hljóðaði ráðgjöfin upp á frekari aflasamdrátt. Allir vita hvernig komið er, aflinn er um 200 þúsund tonn, nokkuð sem þótti arfaslakt þegar lagt var af stað með ráðgjöfina. Nú, 23 árum seinna, er nýjasta og frumlegasta ráðgjöfin: Veiða minna því of mikið hefur verið veitt undanfarin 30 ár! Haldinn er fundur þar sem valdir erlendir valinkunnir sérfræðingar eru látnir taka undir splunkunýja ráðgjöf sem er að veiða enn minna. Hvernig ætli fjárstofn og beitarlönd litu út hjá bónda sem hætti að slátra í nokkur ár? Ein röksemdin er sögð vera að hnignun "þorskstofnsins sé ekki sér íslenskt fyrirbrigði því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra". Hvernig væri að snúa röksemdafærslunni við og segja: Alls staðar þar sem reynt hefur verið að byggja upp þorskstofna með því að draga úr veiðum er niðurstaðan á einn veg: Afli hefur minnkað og stofnarnir mælast miklu minni en þegar lagt var af stað í uppbyggingu með friðun. Þetta á við um Norðursjóinn þar sem þorskafli er orðinn sáralítill, enda búið að farga flotanum, írska hafið þar sem afli hefur fallið úr 15 þúsund tonnum í 3 þúsund tonn eftir um 20 ára niðurskurð samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins og allir þekkja Kanadadæmið þar sem miðunum var lokað eftir nokkurra ára tilraunir með því að stunda sams konar kjörveiði, allt að ráðum fiskifræðinga. Í lokin er rétt að nefna ástand þorskstofnsins í Barentshafi, en þar hefur það verið reglan að um áratuga skeið hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist sem þorskstofninn þar gefi gríðarlegan afla langt umfram væntingar og allar hrakspár. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun