Nýtt hátæknisjúkrahús 15. nóvember 2005 06:00 Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygging nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasölunni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóðarinnar afar vel sinnt. Þeir mælikvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nánast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjármálastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahússins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygging nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasölunni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóðarinnar afar vel sinnt. Þeir mælikvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nánast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjármálastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahússins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun