Miklu betri en Beckham 9. nóvember 2005 08:00 Juninho getur skotið yfir vegginn, í gegnum hann eða framhjá honum. Enginn getur lesið spyrnur hans, segir markvörður Lyon. "Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann. Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira
"Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori," segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Juninho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnusérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr aukaspyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug. Á sínum fjórum árum með Lyon hefur Juninho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. "Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fremst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin," segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgdist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann tilkomin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnarvegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnarvegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að kljást við spyrnur Juninho á æfingum, segist vorkenna öðrum markmönnum. "Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum," segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. "Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður," segir hann.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira