Viðtökur fram úr björtustu vonum 21. desember 2004 00:01 Viðtökur íslensks viðmóts Windows XP stýrikerfisins og Office 2003 skrifstofuhugbúnaðarvöndulsins meðal almennings voru betri en við var búist, að sögn Elvars Steins Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi. "Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum," segir hann, en íslensku útgáfurnar voru fyrst kynntar í haust. Elvar Steinn segir að viðmóti Office hafi verið hlaðið um 6 þúsund sinnum niður af netinu, auk þess sem geisladiskum hafi verið dreift í verslunum og víðar. "Gróflega áætlum við að tvöfaldur þessi fjöldi heimila sé kominn með íslenskt viðmót." Elvar segir hins vegar erfiðara að ráða í hver notkunin er meðal fyrirtækja, en til standi á nýju ári að mæla þá notkun. Hann segist frekar hafa á tilfinningunni að viðtökurnar hafi verið dræmari á fyrirtækjasviðinu, þó svo að vitað sé um nokkur fyrirtæki sem fagnað hafi íslensku útgáfunum. Elvar segist vita til þess að sums staðar hafi tæknimenn lagst gegn breytingunni af ótta við tæknilega örðugleika og telur að þar sé komin fram arfleift fyrri þýðingar á Windows 98 stýrikerfinu sem var mjög misheppnuð. "En þetta byggir á allt öðrum grunni og er laust við vandamálin sem fylgdu Windows 98," segir hann og bætir við að víða hafi íslenskar útgáfur verið teknar upp í skólum og látið vel af, auk þess sem eldra fólk hafi tekið íslenskunni fagnandi. "Svo er fólk jafnvel að uppgötva nýja hluti af því að það skilur valmyndina betur en áður." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Viðtökur íslensks viðmóts Windows XP stýrikerfisins og Office 2003 skrifstofuhugbúnaðarvöndulsins meðal almennings voru betri en við var búist, að sögn Elvars Steins Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi. "Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum," segir hann, en íslensku útgáfurnar voru fyrst kynntar í haust. Elvar Steinn segir að viðmóti Office hafi verið hlaðið um 6 þúsund sinnum niður af netinu, auk þess sem geisladiskum hafi verið dreift í verslunum og víðar. "Gróflega áætlum við að tvöfaldur þessi fjöldi heimila sé kominn með íslenskt viðmót." Elvar segir hins vegar erfiðara að ráða í hver notkunin er meðal fyrirtækja, en til standi á nýju ári að mæla þá notkun. Hann segist frekar hafa á tilfinningunni að viðtökurnar hafi verið dræmari á fyrirtækjasviðinu, þó svo að vitað sé um nokkur fyrirtæki sem fagnað hafi íslensku útgáfunum. Elvar segist vita til þess að sums staðar hafi tæknimenn lagst gegn breytingunni af ótta við tæknilega örðugleika og telur að þar sé komin fram arfleift fyrri þýðingar á Windows 98 stýrikerfinu sem var mjög misheppnuð. "En þetta byggir á allt öðrum grunni og er laust við vandamálin sem fylgdu Windows 98," segir hann og bætir við að víða hafi íslenskar útgáfur verið teknar upp í skólum og látið vel af, auk þess sem eldra fólk hafi tekið íslenskunni fagnandi. "Svo er fólk jafnvel að uppgötva nýja hluti af því að það skilur valmyndina betur en áður."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira